Fluff, fluff
Ef ég væri ógeðslega rík þá myndi ég kaupa mér einkaflugvél (og flugmann með) sem og snekkju (og áhöfn) og ferðast um heimin, skoða allt sem mér langaði til að skoða og gera það sem ég vildi.
Ég myndi skella mér til Afríku, skoða serengeti, zansibar, malavívatn, rölta uppá Kilamajaro, upplifa menninguna, kafa í Rauðahafinu og við strendur Kenýa. Fljúga svo til Asíu, skella mér á hestbak um óbyggðir Mongolíu og heimsækja heimamenn, rölta um kínamúrinn, skella mér upp í sveitirnar og fara til Tíbet, rölta uppá Everest (eða kannski bara að grunnbúðum), skella mér yfir til Nepal (ef að stjórnmálaástandið er í lagi) eða fara aftur til austur kína, skella mér til Hong Kong, og ferðast þaðan til Víetnam, kafa, draga í mig menningu, skoða örbyrgina í Kambódíu, Tæland, ósnortið Laos, Tæland, Bangladesh, Indland skoða margt þar, fljúga svo til Malasíu, þaðan til Ástralí með stoppi á Bali og Papua new Genua, fara í road trip um ástralíu, kafa, synda með höfrungum og læra að surfa, fljúga til Nýja sjálands, skoða það allt í tætlur, fara á skíði, kajak, hellaskoðanir o.fl. fljúga svo yfir til S-Ameríku með stoppum á hinu ýmsu eyjum.....og svo framvegis og svo framvegis...
Ef ég væri rík...en í staðin verð ég víst að bíða í a.m.k. eitt ár í viðbót og þá ætti ég að geta gert eitthvað af þessu...