þriðjudagur, maí 17, 2005

Hver kveikti ljósin ?
Vaknaði klukkan 5 í morgun og spurði þessara spurningar, enda alltíeinu orðið bjart...alveg greinilegt að ég þarf að fara að fjárfesta í dökkum gluggatjöldum ...rúllugardínurnar virka nú fínt, fyrir utan það að það er smá bil útí endunum sem blessuð sólin kemst í gegnum :(...

Annars var þetta nú bara fínasta helgi, henni var eitt með góðu fólki og síðan tókst okkur skötuhjúunum að klára ýmsa sniðuga hluti eins og að þrífa glugga og ofn og setja filmu útí forstofuglugga. Þannig að fólkið sem keyrir framhjá sér ekki lengur inn :):)

Það eru bara 10 dagar í útlönd oh hvað ég hlakka til :):):) Þá verður sko bætt fyrir verslunar og áfengisþurrð seinustu mánaða og legið í bleyti og eyðslu allan tíman..svo spurning hvort að maður fari að kafa og skoða sögufrægar rústir