þriðjudagur, maí 03, 2005

ER laktósi af hinu illa?

Það er spurning sem ég fæ vonandi svar við á næstu tveimur vikum, en samkvæmt læknisráði má ekkert sem inniheldur laktósa fara inn fyrir mínar varir næstu tvær vikurnar.. Spurning er síðan sú hvort að maginn á mér lagist fyrir vikið... Vonandi..
Versta er að það er bara laktósi í svo miklum mat... Mjólk og öllum mjólkurafurðum m.a. smjöri, næstum öllum unnum kjötvörum, pakka sósum, súpum og réttum, snakki (já ..mér fannst það líka skrítið) o.fl. og fl. Þannig að ég verð á mjög furðulegu fæði næstu tvær vikurnar, keypti reyndar rifin veggie ost sem er laktósalaus og því get ég eldað mér pítsu :):)
Góðu hliðarnar á þessu, fyrir utan það að ég lagast kannski í mallakútnum, að þar sem að ég þarf að forðast allar mjólkurvörur verður mataræði mitt næstu tvær vikurnar ansi heilsusamlegt og það mun vonandi hjálpa mér að komast nær rassahristingartakmarkinu mínu áður en að haldið er til Köben eftir 24 daga....:):) Ekki er allt svo með öllu illt að ekki finnist eitthvað gott :)