fimmtudagur, maí 12, 2005

Mín er að ná sér uppúr sleninu sem betur fer, vonandi verð ég eins og ný á morgun..er búin að gleyma því hvað það er ógislegt að vera veikur og með hita, beinverkir og vanliðan ..ojoj.. jæja það er þó góða við þetta að þetta gerist aðeins fyrir mig á um 5 ára fresti.. þess á milli verð ég bara svona slöpp og orkulítil í eina til tvær vikur í senn en fæ aldrei hita..sjö níu þrettán...

Við Haukur stigum stórt skref í gær og byrjuðum að eyða í sparnað :):):)..ekki samt í konuna með hattinn, heldur var sparnaðaráætlun Bíbar sett í gang, sem miðar út frá því að eiga nægan pening í 1.okt 2007 til að geta farið í 6 mánaða heimsreisu... Jibbý.. nú eru rúmlega 2 ár til stefnu og því ætti þetta ekki að vera neitt mál...Ákváðum samt að byrja á því núna um hver mánaðarmót að leggja allt það sem við ákváðum að ætti að fara í sparnað inná bók og fara svo yfir það sem að við megum eyða í mánuðinum... held að það sé sniðugri leið en að ákveða að spara það sem eftir er af laununum í mánaðarlok...því það er aldrei neitt eftir, sama hversu mikið var í upphafi...veskið étur bara allt sem í það er sett...
Svo heimsreisa 2007 here I come...