Gleði, gleði :)
Spennan var mikil er ég gekk inní búningsherbergið í gær, vippaði mér úr peysunni og læsti ásamt töskunni inní skáp, gekk svo í átt að hini einu sönnu baðvog... Skildi takmarkinu vera náð...eða yrði næst skref að skella sér útí apótek og kaupa laxerandi og svo í bónus að kaupa appelsínudjús (þ.e. Hollywoodkúr fátæka námsmannsins)...dadararammm.. andrúmsloftið var spennuþrungið er löppunum var lyft uppá hina alræmdu vog....0,00 stóð fyrst og fór svo hækkandi og hækkandi ...en stöðvaðist svo ákúrat á réttum stað... Fagnaðarlæti brutust út inní kollinum á mér, og fiðrildin í maganum dönsuðu hringi... Takmarkinu var náð ( jæja þyngdin var sú sama í seinustu viku en ég verð að vera stöðug í a.m.k. viku til að það teljist með).... Var að spá í hvort að ég ætti að ná aftur í peysuna og töskuna og labba út í sjoppu að fagna...en ákvað að skella mér á orbitrekið í staðin..Það er alltaf gaman þegar hlutirnir ganga upp hjá manni...sérstaklega þegar að útlitið var orðið svart...búin að æfa í næstum þrjá mánuði og 1 kíló farið...var að gefast upp, hélt að takmarkinu myndi ekki vera náð...en svo varð frú fitufruma alltíeinu leið á því að búa hjá mér og fröken vövafruma hætti útþenslu og volá ..og 4 kíló fuku á innan við mánuði .. Með sama áframhaldi verð ég horfin eftir eitt ár, við skulum vona að það gerist ekki (jæja kannski aðeins meira er nú svoldið frá því að vera 52 kíló....og held nú að ég verði orðin ansi beinaber ef að ég næði því einhverntíman, stefni ekki á það ..en ef ég myndi tína 5 kílóum í viðbót yrði þeirra lítið saknað ;)
Gerði svo tilraun á sjálfri mér í gær...árt pítsu með OSTI ..er nenfinlega búin að vera á mjólkurlausu fæði í 2 vikur...maginn er búin að skána pínu..en ekki nóg samt ...þannig að ég ákvað að prófa að byrja að borða mjólkurvörur aftur... Pítsan var góð...en það var ekki eins gaman hálftíma seinna þegar að maginn fór að fara heljarstökk og flykkflakk af kæti ..ái...kenni ostinum um...
Nú eru aðeins 8 dagar í köben og 10 dagar í tyrkey, turkey , turkey Jibbý