þriðjudagur, september 30, 2003

Það er gaman í skólanum

Ég var að koma úr ferð í húsdýragarðinn..alltaf gaman í skólanum.. ætlunin var að skoða mykjuflugur..við gengum galvösk inn til hans Guttorms..þar sem hann og frúrnar hans lágu í makindum..var ekki nógu gott því okkur vantaði ferskan beljuskít..Rákum frúrnar á lappir og það var eins og við manninn mælt þá skitu þér um leið og þær stöðu upp..Þá hófst biðin eftir mykjuflugunum og sátu líffræðinemarnir áhugasamir og störðum á skítin en ekki komu neinar flugur..Það var víst of kallt :( Förum í staðin að heilsa upp á öll dýrinn..það var gaman..það var meiraaðsegja tekin af okkur mynd sem mun koma á vef húsdýragarðsins

Til hamingju Hilda
Í morgun gerðust þau undur og stórmerki að ég fór inn á msn og Hilda var ekki þar..hjartað tók kipp..hvar er Hilda er hún týndi..missti hún af strætó..eða týndist hún á leiðinni upp í eflingu eða var henni kannski rænt af ofbeldisfullum breiðhyltingum ????.. Mér til mikillar ánægju rann fljótlega upp fyrir mér hvaða dagur er í dag 30.okt. þá á Hilda að skila skýrslunni sinni og mun þá aftur koma á meðal vor og hætta að vera aðeins manneskja sem maður talar BARA við á MSN... Jibbý ég ætla í heimsókn til Hildu í kvöld.

Draumar
Mig dreymdi í nótt að ég væri að keppa í Survivor... við vorum á einhverjum bar á fallegri suðrænni eyju.. Þetta voru verðlaun vegna keppni sem við höfðum unnið...Helsti lúksusinn var að við fengjum að sofa í hengirúmum ..það vildi samt engin sofa í þeim því það fannst öllum það svo óþægilegt.. Þar sem ég er með próf í hengirúmmasvefni (á meiaaðsegja eitt stykki af því heima) sýndi ég öllum hvernig að þau ættu að liggja....
Mjög steiktur draumur..held að hann endurspegli vel þá ósk mína að fara aftur að ferðast..eða það að ég er orðin of MIKILL survivor fann og þarf að fara að leita mér hjálpar.

mánudagur, september 29, 2003

Þvaður
Jæja það er lítið að gerast hjá mér þessa dagana..er bara eitthvað að hangsa og ekki læra..ekki alveg nógu sniðugt...best að fara að taka sig á ..Vandamálið er bara að ég er alltaf að segja þetta en samt gerist ekki neitt ???
Var að vinna um helgina og í þetta skipti var ég að vinna allan tíman sem ég var í vinnunni...hverskonar rugl er það og gat þessvegna ekkert lært (eða kannski frekar horft á sjónvarpið)
Fór ásamt tveimur samnemendum mínum að drullumalla bakvið staldrið í breiðholtinu á laugardaginn eftir vinnu..veit ekki hvað fólk hefur haldið um okkur.. en þetta var allt gert í þágu vísindana og vorum við að lesa í moldina...(Bryndís´s sence of dirt).. fyrir verkefni í jarðvegsfræði..í þetta skipti voru þó stígvélin ekki notuð en fyllirísrörin komu að góðum notum við að greina á milli laga.
Erna bauð mér, Hauki og Jenný og Hlyni í bíó á laugardagskvöldið, kom reyndar ekki með.. Fórum á once up on a time in Mexico..þessi mynd er svoldið tilgangslaus´geristí rauninni voða lítið fullt af fólki drepið, limlest og gert blint og síðan eru tvær sætar oft léttklæddar gellur.. Er okey afþreying en í guðanabænum ekki borga 800 kr. fyrir að sjá hana..

fimmtudagur, september 25, 2003

Nói
Nóa er ekki en batnað..Haukur fór með skýrsluna upp í TM (þar sem við erum tryggð) og Sjóva (þar sem fína frúin er tryggð) og komst að því að lexusin var ekki búin að skila sinni skýrslu inn ...damnit þá þurfum við en að bíða með að láta laga Nóa (nú eða fá peninga og ekki laga Nóa).. Vona að þetta verði ekki eitt alsherjar vesen..annars hef ég gott og ógurlegt vitni hana Gógó..sem er búin að heita mér því að vera minn sérlegi stuðningsaðili í þessu máli ef það fer í hart...

Hösl
Ég steingleymdi að minnast á höslið mitt.. ja ég höslaði nefninlega um helgina...ekki... en sú saga var allavega á kreiki... Minns var semsagt í rólegheitum að tala við einn dana (ALan) sem var í einhverju skiptiprógrammi á Íslandi. NB. ég var að tala við hann ásamt Önnu systir hans Hauks..þar til hún gafst upp og flúði...Þess má einnig geta að það var heil Matthíasargjá á milli okkar þannig að við vorum ekki mjög náin..
Það var semsagt komið upp að henni Huldu Maríu og sagt ..Alan er að hössla..Alan er að hössla...nú hvern ?? ...hana Bryndísi..... Hulda var nú ekki alveg að trúa þessu..og fékk uppúr samnemandi okkar í MH (gat nú verið) að við værum nú bara að tala saman EIN og ansi NÁIN.. Common ef ég ætlaði að hössla myndi ég nú gera það betur en þetta...

þriðjudagur, september 23, 2003

Helgin búin og alvara lífsins tekin við... Hugsið ykkur hvað það væri mikil snilld ef það væri alltaf helgi..
Þetta var mjög áhugaverð helgi...nei ég var ekki að skoða grös...

Haldiðið að það hafi ekki verið klesst á hann Nóa Nizza á föstudaginn... Var á móts við Björnsbakarí hjá HÍ að sækja hana Gógó (bjórþambara) fyrir vísindaferð þegar ég sá stóran fnýjan Lexus jeppa koma æðandi í átt til mín afturá bak.. mInns flautaði og flautaði eins og vitleysingur en lexusinn klessti sammt inn í hliðina á Nóa..Komon ef þú átt nýjan lexus (2003 módel) jeppa klessuru ekki á.. Það sást nú lítið á jeppanum..bara pínu rispur á stuðaranum en greyið framhurðin á Nóa var beygluð.. Það var fín frú frá Akranesi sem var að keyra bílinn..
Fór í mjög áhugaverða vísindaferð eftir það en fór síðan heim til foreldra Hauks að horfa á Idol....
Komst þá að því að Haukur er algjör sauður..mamma hans átti afmæli og hann var búin að gleyma því....eins gott að hann gleymi ekki mínu afmæli :(


Fór á laugardeginum í stórskemmtilega hópefli ferð á vegum Gufunesbæjar..fórum upp í Reykholt í Borgarfirðinum og fórum í ýmsa mjög skemmtilega úti hópeflileiki og síðan var góður matur um kvöldið.. Eftir matinn var alsherjar djamm og farið í morðingja þar sem mér tókst að drepa 5 manns áður en að ég framdi sjálfsmorð..var nú frekar svekt yfir því...
Það var mikið stuð og mikið sungið og dansað..Bryndís tók nokkur vel valin spor á gólfinu og ef mig minnir rétt voru nokkur spíköt farinn líka...Það var mikið talað saman sem er mjög sniðugt þar sem allir yfirboðarar Gufunesbæjar voru á staðnum...jæja ég það er allavegna ekki enþá búið að reka mig þannig að ég get ekki hafa verið að bulla mikla vitleysu (mig minnir að allt sem ég sagði hafi verið mjög gáfulegt)....
Ég held samt að hápunktur kvöldsins hafi verið þegar Hulda María og Halli fóru í magadanskeppni... það var ansi jafnt ..en ég held að Hulda hafi haft vinninginn..
Við Anna (yfirmaður minn og mágkona) skriðum síðan í rúmmið klukkan 5 ...eftir að hafa nælt okkur í nýtt merki tígrisbæjar....og áttum í litlum erfileikum með að "sofna"

lærði ansi sniðuga lexíu á sunnudagsmorguninn..það er ekki sniðugt að fara í rútuferð þunnur...ojbarasta..... (held samt að það hafi verið skárra en ferðin í Þjórsárdalslaug..þvottabretti.is)..


fimmtudagur, september 18, 2003

Alltaf jafn gaman að vera í skólanum og ekki læra...Þetta helv. internet er algjör tímaþjófur.
Fékk svoldið sniðugan póst..

Svmkmaæt rnsanókn við Cmabrigde hkóásla þá
stkpiir ekki mlái í hðvaa röð stfiar í oðri eru, það
enia sem stikipr mlái er að frtsyi og stíasði
stinaurfn séu á rtéutm satð. Aillr hniir sfitarnir
gtea vireð í aöljrgu rlgui en þú gtuer smat lseið
það aðvuledlgea. Áæðsatn fiyrr þsesu er að
mnnashgrniuun les ekki hevrn satf friyr sig
hleudr oirðð sem hiled.

Skrítið finnst ykkur ekki.

miðvikudagur, september 17, 2003

Var í felti að læra að greina óblómguð grös ansi sniðugt.. Er með svona greiningarlykil og fer eftir honum..eru grösin mikið hærð eða lítt hærð..er slíðurhimnan stór,rifin eða lítil..það er spurning ?? oft kemur lúpan að góðum notum við að sjá svona hluti.
Uppáhalds grasið mitt er samt loðgresi ..því að það er loðið og auðvelt að greina.

þriðjudagur, september 16, 2003

Jibbý ég er að fara í sumarbústað 17 -19 október.. gaman gaman... Sumarbústaðaferðir eru alggjör snilld sérstaklega þegar bústaðurinn er útbúin heitapotti og grilli. Ferðalangarnir verða Hilda og Villi, Jóna og Gunnar, ég og Haukur, Ólöf og Kamilla.
Það verður gaman. Spurning hvort að hinir árlegu viðburðir hvar er bikiníið og alsberakallahlaup verði endurtekið í ár. Það er allavega ljóst að trival pursutið lendir aftur í rauðvínsbaði.

Er að fara að skoða jaðrakan á eftir vegna atferlisfræðiverkefnis.. Ég er búin að vera að gera einhver endalaus verkefni í skólanum mínu seinustu vikurnar... Byrjaði á því að skoða blóm af áfergju á Snæfelsnesi, Akureyri, Reykjavík og Mosó..Er búin að skoða jarðveg í Mosó og skoða fugla í Grafarvoginum.. Ég held að stígvélin mín fari bráðum að kvarta vegna ofnotkunar.. Vona samt að þau fari ekki að deyja því að stígvéli eru rándýr og svo fylgir líka 100 bls. leiðbeiningabæklingur um notkun og viðhald með... nenni ekki að lesa hann. Annars er ég að bíða eftir því að Nokia eða Viking fari að framleiða bleik stígvéli í stærð 40.. Verð fyrsti bleiki stígvélalíffræðingurinn.

mánudagur, september 15, 2003

Helgin var skemmtileg. Gerði samt ekkert svaka mikið Óvissuferð í heiðmörk á föstudaginn sem heppnaðist æðislega vel. nota bene það kom ekki rigning. Allir fengu nóg af pylsum og bollum og fólk var orðið ansi skrautlegt í lokinn.. Alltaf gaman að fylla fólk.
Var síðan að vinna á laugardaginn eða kannski frekar að ekkivinna fór aðeins 2 ferðir á þeim 7 klukkustundum sem að ég var í vinnunni..jæja annars var brjálað að gera á sunnudaginn og þá vann ég fyrir laununum mínum :) Nýtti samt tíman vel þegar var ekkert að gera og hjálpaði múttu að taka til í öllum fatakössunum sem við eigum tæmdum stóran hluta af kössunum og nú eru 5 svartir ruslapokar á stofugólfinu heima fullir af fötum sem eiga eftir að gleðja einhverja... Annars er mjög fyndið að fara svona í gegnum fötin sín.. ég komst að því að ég hef gengið mikið í þröngum buxum og þröngum stuttum skyrtum hér á mínum menntó árum..Þau fóru öll í gjafapokan..eða næstum öll

Ég eignaðist nýjan vin á laugardaginn hann heitir Lalli lirfa er grænn og stór og var á matardisknum mínum á laugardagskvöldið. Hann er hollenskur og kom með salatpoka til landsins og var þar inn lyksa greiið þar til að ég frelsaði hann á matardiskinn minn. Hann var voða ánægður og spriklaði mikið af gleði þegar að hann komst þangað.. Kannski var hann samt að sprikla úr hræðslu, hver veit kannski voru stökku bitarnir sem að ég hélt að væru fetaostur ekki allt fetaostur, kannski voru þetta vinir hans Lalla:(

Ég veit ekki hvað er að gerast með mig ég er barasta alltaf þreytt.. Það er ekki af því að ég sef lítið eða of mikið (sef 7-10 tíma á nóttu).. Það er einhver dularfull ástæða að baki þessu klukkan 9-10 á kvöldin er Bryndís bara búin og er tilbúin að skríða upp í rúmi..ekkert gaman.. Kenndi fyrst eftirköstum af ferðalaginu um en nú er ég búin að slappa alveg nóg af og ætti því að vera búin að jafna mig. Ég er farin að hallast að því að ég hafi fengið einhvern dularfullan sníkil í mig í Braselíu sem hefur þessi áhrif..Jæja en ætli að ástæðan sé ekki bara einhverskonar skortut..ætla allavega að byrja á því að kaupa mér fjölvítamín áður en ég fer að panika..


fimmtudagur, september 11, 2003

Ég og Haukur vorum að eignast lítinn frænda nú á föstudaginn hann er algjört krútt. Þið getið skoðað hann hér. Til hamingju Agnes og Alli .

Eftir að þetta krútt fæddist er alltaf verið að spyrja mig hvort að mig sé ekki farið að langi í eitt..Hef alveg sloppið við þær spurningar hingað til, þrátt fyrir að hafa verið hálf gift seinustu 5 árin. Spurning hvort að maður eigi ekki að fara að drífa í því..uhm ha jú kannski svona einhverntíman á næstu 10 árum :)

ÓSK DAGSINS: Ekki rigna á morgun :)

miðvikudagur, september 10, 2003

Nú fer að styttast í það að það fara að koma tölvur upp á Grensás og þá get ég byrjað að blogga aftur ...Jibbý