þriðjudagur, september 23, 2003

Helgin búin og alvara lífsins tekin við... Hugsið ykkur hvað það væri mikil snilld ef það væri alltaf helgi..
Þetta var mjög áhugaverð helgi...nei ég var ekki að skoða grös...

Haldiðið að það hafi ekki verið klesst á hann Nóa Nizza á föstudaginn... Var á móts við Björnsbakarí hjá HÍ að sækja hana Gógó (bjórþambara) fyrir vísindaferð þegar ég sá stóran fnýjan Lexus jeppa koma æðandi í átt til mín afturá bak.. mInns flautaði og flautaði eins og vitleysingur en lexusinn klessti sammt inn í hliðina á Nóa..Komon ef þú átt nýjan lexus (2003 módel) jeppa klessuru ekki á.. Það sást nú lítið á jeppanum..bara pínu rispur á stuðaranum en greyið framhurðin á Nóa var beygluð.. Það var fín frú frá Akranesi sem var að keyra bílinn..
Fór í mjög áhugaverða vísindaferð eftir það en fór síðan heim til foreldra Hauks að horfa á Idol....
Komst þá að því að Haukur er algjör sauður..mamma hans átti afmæli og hann var búin að gleyma því....eins gott að hann gleymi ekki mínu afmæli :(


Fór á laugardeginum í stórskemmtilega hópefli ferð á vegum Gufunesbæjar..fórum upp í Reykholt í Borgarfirðinum og fórum í ýmsa mjög skemmtilega úti hópeflileiki og síðan var góður matur um kvöldið.. Eftir matinn var alsherjar djamm og farið í morðingja þar sem mér tókst að drepa 5 manns áður en að ég framdi sjálfsmorð..var nú frekar svekt yfir því...
Það var mikið stuð og mikið sungið og dansað..Bryndís tók nokkur vel valin spor á gólfinu og ef mig minnir rétt voru nokkur spíköt farinn líka...Það var mikið talað saman sem er mjög sniðugt þar sem allir yfirboðarar Gufunesbæjar voru á staðnum...jæja ég það er allavegna ekki enþá búið að reka mig þannig að ég get ekki hafa verið að bulla mikla vitleysu (mig minnir að allt sem ég sagði hafi verið mjög gáfulegt)....
Ég held samt að hápunktur kvöldsins hafi verið þegar Hulda María og Halli fóru í magadanskeppni... það var ansi jafnt ..en ég held að Hulda hafi haft vinninginn..
Við Anna (yfirmaður minn og mágkona) skriðum síðan í rúmmið klukkan 5 ...eftir að hafa nælt okkur í nýtt merki tígrisbæjar....og áttum í litlum erfileikum með að "sofna"

lærði ansi sniðuga lexíu á sunnudagsmorguninn..það er ekki sniðugt að fara í rútuferð þunnur...ojbarasta..... (held samt að það hafi verið skárra en ferðin í Þjórsárdalslaug..þvottabretti.is)..