mánudagur, september 15, 2003

Helgin var skemmtileg. Gerði samt ekkert svaka mikið Óvissuferð í heiðmörk á föstudaginn sem heppnaðist æðislega vel. nota bene það kom ekki rigning. Allir fengu nóg af pylsum og bollum og fólk var orðið ansi skrautlegt í lokinn.. Alltaf gaman að fylla fólk.
Var síðan að vinna á laugardaginn eða kannski frekar að ekkivinna fór aðeins 2 ferðir á þeim 7 klukkustundum sem að ég var í vinnunni..jæja annars var brjálað að gera á sunnudaginn og þá vann ég fyrir laununum mínum :) Nýtti samt tíman vel þegar var ekkert að gera og hjálpaði múttu að taka til í öllum fatakössunum sem við eigum tæmdum stóran hluta af kössunum og nú eru 5 svartir ruslapokar á stofugólfinu heima fullir af fötum sem eiga eftir að gleðja einhverja... Annars er mjög fyndið að fara svona í gegnum fötin sín.. ég komst að því að ég hef gengið mikið í þröngum buxum og þröngum stuttum skyrtum hér á mínum menntó árum..Þau fóru öll í gjafapokan..eða næstum öll

Ég eignaðist nýjan vin á laugardaginn hann heitir Lalli lirfa er grænn og stór og var á matardisknum mínum á laugardagskvöldið. Hann er hollenskur og kom með salatpoka til landsins og var þar inn lyksa greiið þar til að ég frelsaði hann á matardiskinn minn. Hann var voða ánægður og spriklaði mikið af gleði þegar að hann komst þangað.. Kannski var hann samt að sprikla úr hræðslu, hver veit kannski voru stökku bitarnir sem að ég hélt að væru fetaostur ekki allt fetaostur, kannski voru þetta vinir hans Lalla:(

Ég veit ekki hvað er að gerast með mig ég er barasta alltaf þreytt.. Það er ekki af því að ég sef lítið eða of mikið (sef 7-10 tíma á nóttu).. Það er einhver dularfull ástæða að baki þessu klukkan 9-10 á kvöldin er Bryndís bara búin og er tilbúin að skríða upp í rúmi..ekkert gaman.. Kenndi fyrst eftirköstum af ferðalaginu um en nú er ég búin að slappa alveg nóg af og ætti því að vera búin að jafna mig. Ég er farin að hallast að því að ég hafi fengið einhvern dularfullan sníkil í mig í Braselíu sem hefur þessi áhrif..Jæja en ætli að ástæðan sé ekki bara einhverskonar skortut..ætla allavega að byrja á því að kaupa mér fjölvítamín áður en ég fer að panika..