þriðjudagur, september 16, 2003

Jibbý ég er að fara í sumarbústað 17 -19 október.. gaman gaman... Sumarbústaðaferðir eru alggjör snilld sérstaklega þegar bústaðurinn er útbúin heitapotti og grilli. Ferðalangarnir verða Hilda og Villi, Jóna og Gunnar, ég og Haukur, Ólöf og Kamilla.
Það verður gaman. Spurning hvort að hinir árlegu viðburðir hvar er bikiníið og alsberakallahlaup verði endurtekið í ár. Það er allavega ljóst að trival pursutið lendir aftur í rauðvínsbaði.

Er að fara að skoða jaðrakan á eftir vegna atferlisfræðiverkefnis.. Ég er búin að vera að gera einhver endalaus verkefni í skólanum mínu seinustu vikurnar... Byrjaði á því að skoða blóm af áfergju á Snæfelsnesi, Akureyri, Reykjavík og Mosó..Er búin að skoða jarðveg í Mosó og skoða fugla í Grafarvoginum.. Ég held að stígvélin mín fari bráðum að kvarta vegna ofnotkunar.. Vona samt að þau fari ekki að deyja því að stígvéli eru rándýr og svo fylgir líka 100 bls. leiðbeiningabæklingur um notkun og viðhald með... nenni ekki að lesa hann. Annars er ég að bíða eftir því að Nokia eða Viking fari að framleiða bleik stígvéli í stærð 40.. Verð fyrsti bleiki stígvélalíffræðingurinn.