mánudagur, september 29, 2003

Þvaður
Jæja það er lítið að gerast hjá mér þessa dagana..er bara eitthvað að hangsa og ekki læra..ekki alveg nógu sniðugt...best að fara að taka sig á ..Vandamálið er bara að ég er alltaf að segja þetta en samt gerist ekki neitt ???
Var að vinna um helgina og í þetta skipti var ég að vinna allan tíman sem ég var í vinnunni...hverskonar rugl er það og gat þessvegna ekkert lært (eða kannski frekar horft á sjónvarpið)
Fór ásamt tveimur samnemendum mínum að drullumalla bakvið staldrið í breiðholtinu á laugardaginn eftir vinnu..veit ekki hvað fólk hefur haldið um okkur.. en þetta var allt gert í þágu vísindana og vorum við að lesa í moldina...(Bryndís´s sence of dirt).. fyrir verkefni í jarðvegsfræði..í þetta skipti voru þó stígvélin ekki notuð en fyllirísrörin komu að góðum notum við að greina á milli laga.
Erna bauð mér, Hauki og Jenný og Hlyni í bíó á laugardagskvöldið, kom reyndar ekki með.. Fórum á once up on a time in Mexico..þessi mynd er svoldið tilgangslaus´geristí rauninni voða lítið fullt af fólki drepið, limlest og gert blint og síðan eru tvær sætar oft léttklæddar gellur.. Er okey afþreying en í guðanabænum ekki borga 800 kr. fyrir að sjá hana..