fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Leiði og leti

Svei mér þá ef að skammdegið er ekki farið að segja til sín (og búið að gera það seinasta mánuðinn). Maður verður eitthvað svo latur og nennir bara engu, kommon er varla búin að gera neitt seinustu vikurnar nema fara í skólann, ræktina og svo horfa á sjónvarpið. Ekki mikið að gerast á þessum bænum, síðan þegar að eitthvað er að gera þá þarf maður að pína sig á staðinn, því að hugurinn leitar í sófann. Þó að maður viti það að maður hafi gott að því að fara út og hitta annað fólk, auk þess sem að það er bara frábærlega gaman. Þetta er stórfurðulegt, er alveg á því að ég þurfi að fá mér annað áhugamál en sjónvarpið, kannski ég reyni bara að draga Hauk með mér í dans eftir áramót með restina af genginu. Jæja ég er amk búin að ákveða að fara á djammið á morgun...Vill ekki einhver skella sér með.

Ég ætti kannski að fá mér svona skammdegislampa.....