Er ég á rangri hilli??
Er búin að vera vinna aðeins tölfræðilega úr gögnunum mínum og vá hvað mér finnst það skemmtilegt, að finna út hvaða módel ég á að nota, prófa mismunandi aðferðir,finna skipanir fyrir prófin og fleirra. Ég gjörsamlega gleymi mér í þessu......
Síðan til að auka enn meira á nördalevelið hjá mér er ég enn húkt á Stargate SG1, við skötuhjúin erum alveg hætt að horfa á venjulegt sjónvarp. Ér komin með nóg af raunveruleikaþáttum, bandaríksum gaman þáttum um feita, sorglega karla sem eiga flottar eiginkonu, þættu um líf ríkra krakka í USA (Fylgist reyndar ennþá með OC) og svo framvegis. Horfi reyndar ennþá spennt á Prison breake, pirruð á LOST (common ætlar þetta aldrei að enda) og bíð eftir því að upprunalegu CSI þættirnir byrja aftur (Grissom er minn maður).
Hvernig endar þetta ?? Áður en langt um líður verð ég farinn að tala í tölum og tölfræðiprófum og sækja Sci-Fi ráðstefnur.