miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Bloggleti ...

Sorrý elskurnar en ég hef því miður ekki fundið bloggöndina það sem af er þessu ári, hlýtur að koma á endanum. Annars er allt gott að frétta :)
Herþjálfun
Fór í herþjálfun 3* í viku uppí WC ásamt fríðu föruneyti, er að fíla mig í botn. Hef einstaklega gaman af því að pína mig og keyra út. Ótrúlegt hvað maður getur hoppað og gert margar armbeygjur bara á þrjóskunni. Síðan er ekki síðra að maður finnur mun á sér eftir þetta; fór á hlaupabrettið eftir Groove Step tíma í vikunni (svona palladanstími óggó skemmtilegt, en ansi flókið) og byrjaði að hlaupa á 10 eins og ég er vön að gera en var fljótt að fara uppí 11,5, fannst 10 alltof hægt ;) Allt þetta sprikl er að skila einhverjum árangri, síðan er ég ekki frá því að það sé að fara að móta fyrir 6 pakkinu (veit samt ekki alveg hvort að það sé gott.....).
Það verður fróðlegt að fara í fitumælingu í lok námskeiðsins (er hálfnað núna), því að viktin hreyfist lítið (hún mætti samt hreyfast niður um 1 kíló í viðbót... aðallega því að þá er ég svo skemmtileg tala;)
Held samt að við séum svona óþolandi fólkið í tímanum sem vill alltaf gera meira og kvartar í kennurunum ef að æfingarnar eru of auðveldar, síðan heyrist víst svoldið mikið í okkur.......en kommon við erum í þessu til þess að ná árangri og pínum okkur áfram...Það er samt ótrúlegt hvað fólk er oft gott við sjálfan sig...
Meira sprikl
Síðan er ég meira að sprikla, er ennþá á fullu í Groove Step og svo er markmiðið að vera duglegur að lyfta með höndunum, þannig að maður fái nú fallega upphandleggi. Svo ætlar maður alltaf að vera duglegur að fara út að hlaupa með hækkandi sól...með sérstaka áherslu á spretti (finnst hundleiðinlegt að tapa alltaf fyrir Hauki og Hildu) og brekku/tröppuhlaup....
Tölfræði
Sit sveitt og reyni að botna eitthvað í þessum survival analysis sem ég þarf að gera...held samt að þetta sé allt að koma...
Útlönd
Er síðan að bóka og plana ferð með fjölskyldunni til Ítalíu í sumar (gamla settið verður 60 á árinu;)) og svo ferð með kindum til Egyptalands beint á eftir...

Jæja best að fara aftur að læra
ble ble