föstudagur, febrúar 09, 2007

Bara allt að gerast ....

Mín barasta farinn að blogga aftur. Er eitthvað voða andlaus yfir greinaskrifum þessa dagana, veit ég þarf að vera dugleg til að ná að klára í maí (OMG aðeins 4 mánuðir). Á eftir að gera alveg fullt, meiri tölfræði, ennþá meiri lestur greina og svo skrifin. Auk þessa þarf ég víst að leita mér af vinnu, vona að ég komist í einhverja skemmtilega líffræðivinnu. Þið megið endinlega láta mig vita ef þið heyrið um eitthvað áhugavert. Eina er bara að ég þarf að fá frí í vinnunni sem ég er ekki komin með frá 3. ágúst til og með 5.september, ætla nefninlega að skreppa til Ítalíu og Egyptalands þá :). En þetta hlýtur allt að reddast.

Stefni svo að því að fara í doktorinn (þegar það verður búið mun ég heimta að allir kalli mig Doktor Bryndísi ;)) haustið 2008, en fyrir það verður heimurinn vonandi skoðaður eitthvað meira.

Tútilú
Best að halda áfram að skrifa...