Jæja, jæja
Hér fyrir neðan sjáið þið hverjum ég líkist nú mest (ekki amalegur hópur þetta). En talandi um Jud Law (ahhhh..er ekki sagt að maður dregst að þeim sem líkist manni sjálfum ;)), fór að sjá The Holiday í seinustu viku, mér fannst hún æði, klassa stelpumynd og kemst fast á hæla Love actually yfir must see jólamyndir. Horfði einmitt á hana á laugardaginn er ég var veðurteppt í heimsókn hjá Hilda og Villa, hún er æði,ég er kannski voða halló en mér finnst Huge Grant æði í henni, það er eitthvað við aulalega karaktera eins og hann leikur svo oft sem heillar mig (tek það samt fram að ég er mun hrifnari að mister Darcy í Bridget myndunum en töffara Huge). Spurning um að skella sér til Herdísar fyrir jól og fá lánaða pride and pre..(æ kann ekki að skrifa það), hef heyrt sögur af mister Darcy þaðan.
Er annars að lesa mjög fróðlega og skemmtilega bók þessa dagana, mæli með henni "Statistical Computing: An introduction to data analysis using S-plus" eftir herra Crawley, er einmitt að lesa núna um hvernig maður notar alhæfð línuleg líkön til að greina gögn með tvíkostadreifingu. Ansi sniðugt (jájá ég er nörd ég veit)...
Fór svo í bíó á Eragorn á miðvikudaginn í boði SPRON (Þar sem hamingjusömustu bankaviðskiptarvinirnir eru..það er sko allt Hauki að þakka), hún var bara alveg sæmileg, fín ævintýramynd en kannski ekkert meistarastykki.
Jæja best að halda áfram að lesa um tvíkostadreifingar
:):)