miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Dugnaður
Ég var nú ansi roskin með sjálfa mig í morgun, er ég dröslaðist framúr fyrir kl 7, skellti mér í íþróttafötin og brunaði uppí WC (pikkaði Hildu hetju með mér). Sá þá að bílastæðið var stútfullt og á leiðinni inn mættum við fullt af fólki sem var n.b. búið í ræktinni (Held því samt fram að meirihlutin af því hafi bara verið í sturtu, enda súpersturtur þarna). Fór í WC interval, mjög fínn tími, stangar og lóðalyftur ásamt maga rass og lærum, síðan var tónlistin alveg máttulega lág svona í morgunsárið. Það er líka alltaf voða gaman að stíga á vigtina svona nývaknaður, bara kílói léttari en ég var þegar ég kom úr ræktinni í gærkvöldi. Það er aldeilis það sem maður brennur á því að sofa, eins gott þá að ég sofi nú ekki of mikið, hef nú ekkert gott af því að léttast mikið meira. Á reyndar ennþá langt í það að verða bannvara á tískuviku í London eða Mílanó, þyrfti að taka af mér svona 13 kíló í viðbót. Er samt alveg viss um að ég yrði einstaklega falleg beinagrind.
Annars var snilla herþjálfunaræfing í gær, skokk, sprettir, eltingaleikur, armbeygjur og magi allt úti og svo heitapotturinn í laugardalslauginni á eftir. Versta að ég var svo upptjúnuð eftir þetta að ég átti erfitt með að sofna, lág eiginlega andvaka (sem reyndar þýðir að ég sofnaði ekki um leið og ég lagðist á koddan eins og vanalega heldur kannski svona 30 mín síðar ;))
Eins og sést á þessum færslum er ég eitt alsherjar líkamsræktarfrík þessa dagana, enda búin að fara 34* í ræktina á árinu (5-6 sinnum í viku að meðaltali), það er fínt að vera búin að skipta út Stargate fyrir Worldclass.
Annars er nýjasta áhugamálið okkar Hauks að horfa á Battelstar Galactica erum núna hálfnuð með 2 seríu.....já ég veit ég er Sci-Fi nörd ;)