Að læra eitthvað nýtt
Ég er búin að læra fullt af nýjum upp á síðkastið, lærði að keyra sjálfskiptan bíl, lærði að lyfta lóðum, lærði tölfræði o.fl. o.fl.
Það er samt eitt nýtt sem að ég lærði nú í seinustu viku sem ég hefði helst vilja sleppa. Ég lærði það hvað prófkvíði er og það í miðju lífmælinga II prófi. Sat í prófinu og kunni efnið ágætlega, mundi samt ekki auðveldustu hluti (hvað er tíðnidreifing ??)og átti mjög erfitt með að koma einhverju á blað. Þetta gekk nú alveg þokkalega framanaf, þó ég væri að standa mig langt undir get. Svo kom að seinustu spurningunni sem var 35% um efni sem í mínum huga er bara almenn þekking og ég gjörsamlega blokkeraðist, var orðin svo stressuð yfir því að ég ég væri of stressuð og því að ég væri ekki að muna auðveldustu hluti að ég mundi bara ekki neitt.....seinasta klukkutíman í prófinu sat ég svo og reyndi að skrifa eitthvað af viti, mundi samt ekki neitt, skrifaði t.d. tvíþátta fervikagreining á blað en síðan ekkert meira því ég mundi ekki hvað það var (þó ég viti það ósköp vel og vissi hvað það var áður en að ég byrjaði í kúrsinum). Þetta var allavega hundskemmtilegt (svo ég vitni í Jónu) , sérstaklega þegar að ég gekk útúr prófinu og hugsaði afhverju gerði ég ekki þetta, þetta og þetta. Auðvita man maður ekki allt á prófi en þetta var bara fáránlegt....las mér síðan til um prófkvíða á netinu og mín upplifun átti alveg við um það...Mæli ekki með þessu...
Prófkvíði er pein...