þriðjudagur, maí 16, 2006

Athafnasumarið mikla

Í sumar verður sumar framkvæmda...í stað þess að sitja á rassinum og gera ekki neitt, ætla ég að gera alla þá hluti sem mig hefur langað að gera en ekki komið mér í það...Afsakanir eins og þetta er svo dýrt, ég geri þetta seinna o.s.f.v. heyra sögunni til...Allir eru velkomnir að koma með enda verður stefnt að því að gera þetta um helgar....hér kemur smá listi, ég býst nú ekki við að ná í gegnum hann allan en eitthvað af þessu verður gert í sumar
1. Kajaksigling í Stokkseyri (aðeins 2900 kr).
2. Ísklifur og sigling við Sólheimajökul (12.900 kr.)
3. Klettaklifur í klifurhúsinu (600-900 kr.)
4. Labba uppá keili og svo í bláa lónið (800 kr. eða kostar það ekki í bláa lónið ??)
5. Fara á torfærukeppni, æ svona þar sem að þeir keyra uppá hól í kókurmjólkurbíl og velta ;) ( verð ??? ég veit ekki)
6. Labba á fullt af fjöllum (ókeypis)
7. Taka þurrbúninginn í köfun (25.000 kr.)
8. Fullt af útileigum með skemmtilegu fólki
9. Halda grillveislur og fá mér uppblásna sundlaug í garðinn ;)
Síðan langar ætla ég líka að girða garðinn minn af og gera hann fallegan og fínann :) og taka íbúðina í gegn, kaupa nýjan sófa, flísaleggja baðið og fleira og fleira...

Það er stór hættulegt að sitja veikur heima og hafa lítið að gera.....maður er að plana alltof mikið ;)