föstudagur, maí 12, 2006

Bæ bæ WC
Jæja nú er víst EXTREME námskeið númer 2 búið... og kortið mitt í WC að renna út ..sniff, sniff...tími ekki að kaupa mér nýtt kort fyrr en eftir sumarið þar sem að ég ætla að vera dugleg að hreyfa mig úti í sumar, sund, hlaup og fjallgöngur. Það kemur í ljós hversu vel gengur, verður auðvelt að fylgjast með þar sem að ég á öll ummál, þyngd og fituprósentu skrifaða niður.... Stefni að því að fara í mælingu aftur áður en að ég byrja að æfa í haust (þegar að ég kem heim frá Mallorca; 6 september)... Er mjög sátt við hvar ég er núna...væri reyndar til í að missa örfáa sentimetra í viðbót yfir rassinn og lærinn, mér er tjáð að hlaup eigi að vera voða góð til þess....Allavega erum ég og Hilda komin á fullt fyrir Reykjavíkurmaraþonið...erum farnar að hlaupa 7 km eins og ekkert sé....(1/3 komin)... Stefni á það að vera farin að hlaupa 14 km eins og að súpa vatn áður en að við förum á Hróaskeldu og þá höfum við um mánuð til að æfa okkur uppí seinustu 7 km.... Í ár er samt stefnan ekki sett hátt í hálfmaraþoninu..markmiðið er að klára á undir 3 klst (tek skjaldbökuna á þetta en ekki kanínuna eða var það héri)....sjáum til hvort að þau verði eitthvað háleitari þegar að á líður. Það er a.m.k. alveg óheyrilega gaman að fara út að hlaupa....