mánudagur, maí 08, 2006

Línuskautar

Fór á línuskauta áðan í góða veðrinu ásamt Lísu og Rakel (nágrönnum mínum í Öskju) svo sem ekki frásögu færandi nema vegna útgangsins á mér...var semsagt ekki á leið á línuskauta en með þá í bílnum og stóðst ekki mátið...Geystist svo um Ægissíðuna á snípsíðu pilsi og mjög fleygnum bol..fílaði mig eins og ég væri komin á Santa Monica Beach...vantaði bara strandverðina....Fékk a.m.k. næga athygli og fólk snéri sig úr hálslið er ég skautaði framhjá þeim...þetta var samt æðislegtm held samt að ég venji mig á það að hafa gallabuxur og íþróttapeysu í bílnum.....