þriðjudagur, mars 28, 2006

Reykingar.is
Við getum ekki verið eftirbátar Dana . Áfram Ísland bönnum þetta ógeð alveg eins og Normenn, Svíar og nú bráðlega Danir hafa gert.
Andstæðingar þessa hafa helst vísað til þess að þetta sé nú alltof mikil forræðishyggja hjá stjórnvöldum. Vandin við reykingar eru þær að þó að þær drepi þá gera þær það hægt þannig að sambandið milli orsaka og afleiðinga eru ekki eins skýrar, sama á við um óbeinar reykingar (sem þrátt fyiri það sem ónefndur þingmaður heldur fram). Hver kannast ekki við að heyra..frændi minn reykti nú í 100 ár og varð aldrei veikur....ok. ..auðvita drepa ekki reykingar í öllum tilvikum. Ef að það er forræðishyggja hjá stjórnvöldum að banna reykningar er þá ekki að sama skapi forræðishyggja hjá stjórnvöldum að banna hraðakstur og skylda fólk til að nota bílbelti við akstur. Þú getur keyrt 200 km hraða allt þitt líf án þess að drepa sjálfan þig á því, en með því að keyra of hratt ertu að auka líkurnar á því að drepa sjálfan þig til muna og þar að auki að drepa saklausan farþega eða fólk í bíl er þú klessir á. En ég meina er það ekki þinn réttur að keyra eins og þú vilt, þvílík forræðishyggja. Að sama skapi og mér finnst sjálfsagt að ríkið setji lög sem banna hraðakstur og verndi mig, borgara er keyri á löglegum hraða, gegn þessum vitleysingum er þá ekki alveg eins sjálfsagt að það séu lög sem banna reykingar þar sem almenningur kemur saman til að vernda mig fyrir þeim er stunda þá skrítnu hegðun að reykja..... Jæja önnur rök sem maður heyrir oft, þið getið þá bara sleppt því að fara á staði þar sem reykingar eru leyfðar.. Málið er ekki bara svo einfalt, ég meina ég fer í 95% tilvika á reyklaus kaffihús og veitingahús, enda hef ég val þar en ég hef ekki enn rekist á skemmtistað sem er reyklaus. Ef ég myndi ekki vilja innan um reyk þá gæti ég aldrei farið á djammið.....það er ekkert val ....Það væri samt kannski sniðugt hjá 80% þjóðarinnar sem reykir ekki að fara að hunsa staði þar sem reykt er, þá er ég nú hrædd um að meirihluti kaffi og skemmtistaða hér á landin myndu fara á hausinn....
Persónulega fyndist mér að það ætti að banna reykingar alveg hér á Íslandi og hætta innfluttningi þess....(eins og 50% þjóðarinnar samkvæmt könnun er gerð var í Ísland í dag í seinustu viku). Nú eða ef að þær væru leifðar að selja þær á því verði sem að það kostar þjóðarbúið, þ.e. reikna út þann heilbrigðiskostnað sem lendir á ríkinu (a.k.a. skattgreiðendum) sem hlýst af reykingum og deila því á ársgrundvelli niður á hvern sígarettupakka og selja það á því verði.

Áfram reyklaust Ísland