ál, ál og aftur ál
Ég held að íslendingar sjái bara ál, a.m.k. virðist það vera svar við öllu. Herinn fer í burtu og þá er eina ráðið til að bjarga suðurnesjunum að byggja nýtt álver í Herdísarvík, þjóðhátíð var á Húsavík þegar ákveðið var að kanna hvort að hægt væri að byggja álver þar. Austfjörðunum var bjargað með byggingu nýs álvers. Ál, ál, ál og aftur ál, það er savarið við öllu. Talandi um frjóa hugsun hjá landanum, það virðist ekki komast neitt annað að. Las nú einhverstaðar að mörg íslensk hátæknifyrirtæki gætu alveg hugsað sér að flytja starsemi sýna út á land (nú eða aftur til Íslands) ef að þeir fengju eins mikla fyrirgreiðslu og skattaívilanir hjá íslenska ríkinu eins og álverin fá. Fjölbreytni er mikilvæg, ég meina það finnst ekki öllum gaman að vinna í álverum (nú eða þjónustufyrirtæki við álver), ef að við leggjum öll eggin okkar í álkörfuna hvað gerist svo ef að heimsmarkaðsverð á áli hrinur og ekki lengur hagkvæmt að framleiða ál, munu þá stórfyrirtækin er eiga þessi álver hugsa æ við getum nú ekki yfirgefið íslendinga núna þeir hafa verið okkur svo góðir eða munu þeir vera fljótir að pakka saman og fara að gera eitthvað arðvænlegra. Og hvað þá, hvað á þá að gera til bjarga öllum þeim sem missa vinnuna á Suðurnesjum, Reykjavík, Húsavík og á Austfjörðum. Væri ekki sniðugra að reyna að finna einhverjar aðrar lausnir, jú ráðamennirnir þurfa þá kannski að fara að hugsa aðeins meira og gera ekki bara það sem þeir kunna (því þeir kunna að byggja álver), en er það ekki það sem gerir lífið skemmtilegt að takast á við nýjar áskoranir en festast ekki í gamla álfarinu ???
Ég bara spyr.......