EXTREME
Það jafnast ekkert á við það að fara í tíma í leikfimi..keyra sig svo gjörsamlega út að eftir seinasta froskahoppið þá gefa lappirnar eftir og maður liggur kylliflatur ásamt öllu hinu fólkinu (já líka stóru kallarnir).. Mér finnst gaman í EXTREME enda hverjum mundi ekki líka að láta kýla í magan á sér (reyndar aðeins 100x ekki 500x eins og sumir , þurfa að burðast með 92 kg. hávaxinn karlmann á bakinu 8 hringi um íþróttasalinn ( er nú kannski svona 30 m2), sippa 400x, gera furðuleg hopp þar til að fæturnir neita að hlýða lengur og svitna 2 l í hverjum tíma..... Verð samt að viðurkenna að ég er alveg að sjá það að ég fíla mig best þegar við erum með boxhanskana að kýla eða að sparka í púða...Síðan beit mín það í sig að þessi tími væri ekki nóg...ég yrði að fara að hlaupa á brettinu í 15 mín eftir hvern tíma...verð nú að viðurkenna að ég skreið frekar en hljóp eftir tímann í gær...