Ég á erfitt með ...
..að taka ákvarðanir. Þó þær séu litlar, þá eru þær oft erfiðar. Nú er WC kortið mitt að renna út og ég þarf að ákveða mig hvort að ég eigi að kaupa mér nýtt strax eða bíða þar til næsta haust ??? Ef ég kaupi mér ekki nýtt strax var ég að spá í að fara á svona 6 vikna einskonar BootCamp námskeið hérna í Grafarvoginum, 3 morgna í viku og svo er Hilda búin að lofa að koma með mér út að hlaupa á kvöldin. Vandamálið er þá hvað ég eigi að gera þegar námskeiðinu líkur í lok apríl (tími ekki að fara á annað ??), gæti náttúrulega farið að synda og hlaupa meira... Spurning ?? Síðan ætti ekki að vera neitt mál að níðast á Hildu í sumar er ég er í bænum (þ.e. ekki í Öræfunum), eftir 9.júní verð ég ekki nema 2 mínútur að labba til hennar....Sú verður ánægð er ég birtist á útidyrahurðinni kl 6 á morgnanna og dreg hana út að hlaupa ;);) Ég hlakka til ;);)
Mér finnst að allir eigi að flytja uppí Grafarvog...:):)