Menningarviti
Skellti mér á vetrarhátíð í gær ásamt Hauki. Fórum á NASA þar sem að við hittum Jenný og Erlu. Fólki ætti ekki að koma á óvart í ljósi þess að við skötuhjúin erum löngu orðin vel þekkt fyrir fágáðar hreyfingar og eindæmum góðan takt ;) að við höfum farið að horfa á danssveislu. En þetta var ansi gaman, eins og Haukur sagði eitthvað sem að maður myndi gera í útlöndum.....Komst að því að Afró virðist vera hin besta líkamsrækt og svo var magadans sem sló jafnvel magadansinn á Turkish night í Tyrklandi út.....
Fórum svo á kaffihús og héldum áfram að vera menningarvitar..
Þetta var gaman :):)