miðvikudagur, desember 21, 2005

Það er gott að búa á Íslandi
1. Hér er ekki stríð
2. Hér má ég eignast eins mörg börn og ég vil, þegar ég vil...Þarf ekki leyfi frá stjórnvöldum, á ekki á hættu að vera send í fóstureyðingu (jafnvel á 8 mánuði) ef að ég hef ekki leyfi..er ekki neidd til að ganga með lykkju...er ekki neidd í vönun eftir fyrsta barn...
3. Hér hef ég ókeypis (eða nánast það) að góðri heilbrigðisþjónustu og get verið viss um að mér verði hjúkrað ef ég verð veik, sama þótt ég hafi ekki tryggingar eða er ekki rík...
4. Hér get ég fengið nánast ókeypis menntun, jafnvel þó að ég fengi ekki topp einkunnir......foreldrar mínir þurfa ekki að byrja að safna um leið og eggið ég losnaði úr eggjastokkunum
5. Héðan hef ég frelsi til að ferðast þanngað sem ég vil (þ.e. að segja ef að það land vill hleypa mér inn)
6. Hér get ég gifst þeim sem ég vil, þegar ég vil og skilið líka (ekki það að ég stefni á það)
7. Hér get ég sem kona verið út á vinnumarkaðnum og menntað mig...samhliða því að eignast börn...engin gagnrýnir mig fyrir það
8. Hér hef ég alltaf nóg að borða...þarf aldrei að líða skort
9. Hér er ég frjáls og get sagt það sem ég vil (svona innan skynsamlegra marka), þó að jón jónsson gæti kært mig fyrir opinber ummæli, á ég ekki á hættu að vera útskúffuð, fangelsuð eða drepin fyrir gagnrýni mína eða orð..
10. Hér get ég komist útí guðsgræna náttúru á skotstundu
11. Hér get ég drukkið, gott ókeypis vatn...
12. Hér er alltaf heitt í húsum (svo framarlega sem ekkert bilar og maður borgar reikningana)
13. Hér er gott að búa

Já það er gott að búa á Íslandi.