Jólaundirbúningur....
Gengur bara vel..er búin að kaupa allar gjafirnar..pakka meirihlutanum inn... skrifa hluta af jólakortunum (sem ég n.b. geri nær aldrei fyrr en milli jóla og nýjárs)..á bara svona 6 eftir :):). Það er búið að skreyta íbúðina, jólatré verður keypt um helgina...Nú er bara eftir að gera jólahreingerninguna (þrífa ofn, skrúbba flísar og vaska o.s.f.v....) og koma sér í jólaskap (er gjörsamlega týnt...kenni hlýindunum seinustu daga um..ég vil snjó!!!!!!)..Lagast vonandi á morgun þar sem að dagurinn fer í jólakökubakstur með kindunum og svo laufabrauð uppí Mosó.