föstudagur, desember 02, 2005

Ritgerðasmíð og próf...
Sit hér og er að reyna að leggja lokahönd á 6 eininga ritgerð um Kennilega faraldsfræði og notkun hennar til að spá fyrir um dreifingu lífvera. Hún er alveg að vera búin, stefni að því að klára fyrir 5.des..okey a.m.k. að senda leiðbeinendum mínum þetta annað uppkast og fá comment..annars held ég að hún sé bara orðin ansi fín. Er stolt að sjálfri mér að hafa tekist að skrifa 20 bls. ritgerð á ensku :):) Góð æfing fyrir mastersritgerðina.
Sit heima og læri, þorði ekki að vera upp í skóla þar sem að ég er með verklegt próf í Grasafræði A á morgun og er hrædd við að mæta örvæntingafullum nemendum á göngum Öskju sem ráðast á mig með spurningum um prófið er hrædd um að missa eitthvað útúr mér..sérstaklega þar sem að ég á erfitt með að vera með pókerfeis ( er t.d. alveg afleiddur lygari). Nei annars var ég nú líka voða þreytt í morgun og þetta auðveldaði mér að réttlæta það að verða eftir heima og sofa til 10 ;);) Enda þarf ég að vakna kl. 8 í fyrramálið (á laugardegi)