föstudagur, október 07, 2005

Klikk

Jæja ég hef víst verið tvíklukkuð þannig að hér fáið þið allan sannleikan um mig....
1)Ég er skipulagsfíkill..
2)Ég get ekki farið í afturábak konnís (hvernig skrifar maður það ??) né gert krippu á bakið..er nefninlega með tvo neðstu hryggjaliðina fasta saman..fæddist ekki svona en kenni barnaskólaleikfiminni um þetta. Maður var píndur í að gera allskonar fimleikakúnstir.
3)Eitt það leiðinlegasta sem ég geri er að vaska upp...ég tými samt ekki að kaupa mér uppþvottavél..
4)Ég á það til að vera svolítið uppí skýjunum og á það til að detta ofaní dagdrauma í amstri dagsins (sérstaklega þegar ég er að gera eitthvað leiðinlegt).
5)Þar til ég var 20 ára fannst mér ósköp eðlilegt að setja hvern lit sér í þvott, þ.e. bleikt sér, rautt sér, grænt sér, blátt sér o.s.fv. einnig fannst mér ekkert eðlilegra en að setja svart glansandi í eina vél og svo svart bómull í aðra....Er reyndar búin að komast að því að móðir mín er skrítin þegar kemur að þvotti...en sjaldan dettur eplið langt frá eikinni og þó að ég sé nú ekki eins öfgakennd, þá fer svart, hvítt, bleikt/gult, rautt og blátt/grænt allt í sér þvott hjá mér..