Heja Sverge
Nú er maður aftur komin heim á kaldan klakann. Búin að vera æðislegir 10 dagar í Stokkhólmi hjá okkur Hauki. Er að klára að taka uppúr töskum og máta allt dótið sem keypt var úti (ekki alltof gott að hafa nægan tíma í Stokkhólmi og það með stóru systur sem er minn helsti shopping buddy). Það er samt gaman, sérstaklega þar sem að allt er búið að vera í lokuðum pokum síðan að ég keypti það. Í Stokkhólmi eru pokarnir nefninlega heftaðir og innsiglaðir ef að maður fær tax frí. Og svo þurftum við að sýna alla 20 pokana á flugvellinum..úfff.. en við græddum alla vega fullt (eða þannig). Við vorum nú samt ekki bara í búðum þó að það sé H&M þar á hverju götuhorni (fór inní a.mk. 10 mismunandi H&M verslanir í þessari ferð), við löbbuðum um alla Stokkhólm og fórum m.a. á VASAsafnið.. Hélt að það væri fullt af vösum, en nei þá er þetta skip frá 16 öld (Risastórt 46 m a lengd og um 35 á hæð) mjög vel varðveitt þar sem að það var svo asnalega byggt að það sökk í höfninni í Stokkhólm í sinni fyrstu ferð og varðveitist þar á botninum fram til um miðja 20 öldina þegar að því var bjargað. Var svona flott herskip, vel skreytt og ansi magnað.
SKruppum líka til Uppsala og sátum þar m.a. á Café Linné (sko Carl Linné var víst prófesor við Uppsalaháskóla) í 4 tíma og kjöftuðum við Rósu, Ætlunin var að Rósa sýndi okkur Uppsali en sökum íslenskrar rigningar og roks komumst við aldrei lengra en á uppáhalds kaffihúsið hennar..
Jæja best að halda áfram að máta öll fallegu nýju fötin mín...og ég elska H&M og íslensku krónuna (hún er nefninlega svo dugleg að borða spínat er svo svaka sterk) og tax free og svo auðvita Hauk :)