Ferdus Bacillus
Jæja helduru að mín sé ekki orðin veik aftur... veik af ferðabakteríunni... í þetta skipti er smitberinn augljós ...þ.e. hún Jenný ..skammm ...skamm... Verð þó að viðurkenna að hún er búin að vera kraumandi undir niðri í nokkun tíma en þegar ég MSN-aðist við Jenný komst hún upp á yfirborðið og bara vill ekki fara... ÞRátt fyrir það að ég sé með í höndunum flugmiða til danmerkur, Tyrklands, Osló, Tromsö og Svalbarða ..þá eru það ekki nógu góð meðöl fyrir henni...hún er orðin ónæm fyrir svona "smá skömmtum" það eina sem getur læknað hana núna er að ég held a.m.k. flugmiði út fyrir evrópu, bakpoki minn og vissa um að ég eigi eftir að ferðast um framandi slóðir í a.m.k. 3 mánuði ef ekki lengur.... uhhuhuuhhuhuhuhuhuhuuhuh..mig langar að fara á flakk... dreymdi um daginn að ég væri komin til framandi landa með bakpokann á bakinu...og mér leið svo vel...ég var eitthvað svo frjáls og svífandi (nei þetta var ekki dömubindaauglýsing)... og það var allt svo æðislegt.. .... ohh..jæja ég þarf samt bara að bíða í 2,5 ár í viðbót þar til að ég kemst aftur á flakk....
Svo fer ég til Köben eftir 57 daga, tyrklands eftir 60 daga og Svalbarða eftir 104 daga...
jæja nóg af sjálfsvorkun í bili...ætla frekar að fara að hlakka til sumarsins og ferðanna sem ég fer þá....það verður geðveikt gaman :):)