föstudagur, mars 04, 2005

Selurinn alsjáandi

Fór í gær og keypti mér loksins sundgleraugu þannig að ég myndi ekki líta út eins og drakúla með blóðstorkin augu í hvert sinn sem að ég væri að synda....Það var mikil upplifun (og kannksi ekki góð) að fara alsjáani í sund (jæja næstum því... var ekki með linsur..kannski sem betur fer). Djöfull var allt skítugt..sandur í tonnatali á botninum sem og annað drasl..oj..bjakk.. en jæja reyndi að horfa ekki á það... Svo annað sem olli mér enþá meira sjokki, ég syndi nú ekkert voðalega hratt en hef alltaf ímyndað mér að þeir sem væru að taka fram úr mér.. væru vöðvastæltir og vel massaðir hönkar...en nei...nei..þá voru þetta bara gamlir kallar með bumbu út í loftið..smá hnekkur á sjálfsálitið...sem lagaðist aðeins þegar ég sá að þeir voru allir með froskalappir á fótunum...
Og góða við þetta allt saman að ég var ekkert rauð í augunum eftir sundið.... en með gleraugnafar dauðans í kringum augum (þarf aðeins að losa böndin og reyna að læra á þessi sundgleraugu...sem eru ansi fríki...miðaðvið gömlu góðu speedo sem ég keypti mér fyrir 10 árum.. )