mánudagur, mars 07, 2005

Mánudagar
Það er ótrúlegt hvað mér verður alltaf lítið úr verki á mánudögum... ég mæti í skólan og er að gera eitthvað allan daginn en það bara gengur allt svo hægt... maður er einhvernveginn að koma sér aftur í gang eftir helgina...sem var nú ekkert svakaleg í þetta sinn... Fórum í sumó með vinum hans Hauks á föstudaginn...öl drukkið og heitapottast og sofið út... svo var haldið í bæinn í 50 ára brúðkaupsafmæli og loks endað í afmæli hjá Herdísi...TIl hamingju með afmælið Herdís..þar var setið að sumbli (ég var samt öll í vatninu) og talað (sumir meira en aðrir) til kl. 2 þegar mín fór heim að sofa. (og aðrir niður í bæ)... þrátt fyrir rólegt kvöld hjá Bíbíunni var sofið til hádegis daginn eftir og svo farið að þrífa..jibbý..æ..eftir þrif voru sunnudags fjölskylduheimsóknir og svo legið uppí sófa og horft á videó eins og ætlast er til að maður geri á sunnudagskvöldum :):)
Góð helgi semsagt en einum of stutt (eru þær það ekki alltaf).