ÉG er með eina kröfu til Herdísar.. að hún taki mig útaf slappelsis bloggara listanum ég er búin að vera svo dugleg síðustu daga
Blaðrað útí eitt
miðvikudagur, apríl 30, 2003
Það var gaman í gær eftir prófið lærði ekki neitt :)..horfði á sjónvarpið og gerði ekki neitt... Það var gaman
en í dag tekur alvara lífsins við og lestur fyrir gróðurríki Íslands og jarðvegur... það er ok....
Sko eitt skil ég ekki alveg það var snjókoma úti áðan hvað á það að þýða og síðan var glampandi sól og nú er voða rigningalegt úti.. talandi um Íslenskt veður
þriðjudagur, apríl 29, 2003
Próf dauðans
Ég var í prófi áðan og ég held barasta að mér hafi aldrei gengið jafn illa í nokkru prófi á ævinni...........jæja ég er alllavega ekki falllin....samt svoldið svekkjandi þar sem að ég las þokkalega vel fyrir það..hefði geta lesið betur en samt... í prófi þar sem eru 6 spurningar og maður á að svara öllu á ekki að spurja um smásmugulega hluti eins ogg mosadýr og armfætlur...... ég er samt ekki fallin.......en ekkert gaman..... Ég verð samt að viðurkenna að ég er óvenju chilluð yfir þessu ..ég metnaðargrís dauðans...ég held að ég sé loksins að komast á normal skólametnaðsstig..en samt ég tek þetta próf aftur ef að það fer eitthvað að lækka lokaeinkunina mína mikið....jæja þá þarf ég allavega ekki að hugsa meira um orma fyrr en í sumar þegar að þeir fara að bíta mig...
mánudagur, apríl 28, 2003
Ormar
Vissu þið að það eru til margar fylkingar af mismunandi ormum..flatormar, ranaormar, þráðormar, liðormar..o.f.l... Orma flóran er nú spennandi og svo ég fari nú ekki að tala um alla skemmtilegu flokkana
ána, burstaorma, blóðsugur, iðorma, ögður, bandaorma...ég myndi passa mig á þeim þeir geta myndað sulli..Spóluorma, njálg..sem veldur léttum fiðringi við endaþarmsop þegar hann kemur þar að kvöldi til að verpa... og ýmislegt annað sniðugt.....
Það er gaman að vera í líffræðinni..
Jibbý
Haukur hringdi til Noregs í morgun og tékkaði með vegabréfsáritun.. og viti menn maður þarf bara að fylla út svona dót í flugvélinna á leið til Venúsuela og kemst þá inní landið ..Jibbý
sunnudagur, apríl 27, 2003
Ég er á lífi
Ég er nú búin að vera meiri slugsinn upp á síðkastið ekkert búin að blogga í 3 vikur....... oh my god.....hef nú smá afsökun..er búin að vera föst í bubble trouble í hvert sinn sem að ég fer í tölvuna.. og þegar ég er búin að vera í honum í of langan tíma fæ ég samviskubit og fer aftur að læra og blogga ekkert..þetta er svoldið sad....en því miður er hin alræmda bubble trouble veiki að há alla líffræðinema á Grensás .. ég myndi vara mig þetta er tímaþjófur dauðans ..verri en slime sucker...
Annars er voða lítið að frétta er á fullu í prófum... gaman gaman ... tvö búin og aðeins 4 eftir .. síðan sumarnámskeið í viku og síðan út í 3 mánuði..
Planið er aðeins breytt hætti snarlega að fara til Kina og verð í staðin mánuð í Tælandi (2 vikur námsferð og 2 vikur eitthvað sniðugt) síðan flyg ég aftur til London og þaðan til Caracas í Venúsúela og fer í 6 1/2 vikna ferð um Venúsúela og Braselíu.. Fer m.a. til amazon og stefni að því að taka nokkra survivor takta þar...Þið verðiða ð vera dugleg að fylgjast með á asia2003.blogspot.com...... Ég á reyndar efir að redda mér vegabréfsáritun til Venúsúela..þarf að hringja til Noregs á mánudaginn í sendiráðið þar....vona að þeir tali ensku..... Ekkert sniðugt að þurfa að vera að skipuleggja svona nýja ferð rétt fyrir prófin og í prófunum.. en svona er lífið ...ég ætlaði ekki að fara til Kína og ná mér í HABL (SARS) og smita ykkur öll..
mánudagur, apríl 07, 2003
Helgin
helgin var algjör snilld...mikið djúsað og mikið djammað ..(það er skrítið hvað sumir tóku ekki eftir djús partinum....). Á föstudaginn var vísó í Egils..sem var víst algjör snilld..minns var á skólabömmer og var heima að læra í stað þess að fara.....ég skelti mér samt í djammfílinginn og mætti í afmæli til Svanborgar kl.22.. planið var að vera edrú og fara snemma heim..það stóðst ekk.. Þar var svaka fjör, byrjaði hægt en stuðið jókst þegar að á leið( og glösunum fjölgaði)......dansaðir Aisic dansar, farið í þrautakóng og Nína sungin af innlifun..síðan mætti Elvis líka á staðinn og tók nokkur lög... Það var líka gaman að hitta fólk sem maður hefur ekki séð í langan tíma...Danna, Óla (orðin mjóna), Einar Helga og fullt af öðru fólki... Síðan voru Hauks vinir líka svaka stuð boltar og sérstaklega Óttar sem gaf mér tequila..ég elska tequila.. takk Óttar... Eins og oft gerist með of mikla bollu á boðstólnum þá varð sumt fólk ansi fullt og fór að djamma inn á klósetti yfir vaskinum..híhíhíhí... Jæja klukkan 4 skriðum við Haukur inn í leigubíl og héldum heim á leið..
Var mætt hress..það má nú deila um það..upp í smáralind með Sigrúnu systur á laugadagsmorguninn... það er gaman.. ég verslaði nú ekki mikið..gulan bol og bleikt..hvað annað..belti..fór heim og fór síðan aftur í bæinn hann keypti sér buxur og peysu ..það var gaman :) Ég elska að versla..ég ætla að vera rík þegar að ég verð stór..(er einmitt í rétta faginu) og þá get ég keypt allt sem mig langar í.
Það var árshátíð hjá ÁTVR á laugardaginn... þar var mjög gaman.. slatti af fríu áfengi..maturinn hefði þó mátt vera betri...súkkulaðikakan og ísinn í eftirrétt var þó góður..Villi og Gunnar kannast við það..Jóna var hetja þeirra og fékk auka skammt.. Eftir matinn var dansað við hljómsveit Eyjólfs Nínugaurs.. það var okey var að dansa við einhverja kalla sem snérum me´r í svo marga hringi að ég hélt að ég myndi æla......
Í ljósi þessarar lýsingar er ég nú frekar ósátt við að hafa verið kölluð bleyða og sögð vera að rugla.....:( Minns móðgaður.... hefði nú reyndar líka verið mjög ósátt við það ef ég hefði verið edrú að vera dissuð svona...það er líka hægt að djamma edrú
fimmtudagur, apríl 03, 2003
Kind
Nú er ég með stóra kind á bakinu og allir eru að stríða mér og það er allt Villa og Hauki að kenna... VIlla fyrir að teikna hana á mig í gær og Hauki fyrir að segja mér ekki frá henni í morgun... :( Þið verðið nú að gefa mér sitthvora Margarítuna í Mexíkó sem sárabót
Hjartaáfall
Ég fékk vægt áfall áðan.. var í HPV rannsókninni og þá þarf maður að fara í óléttupróf áður en að maður fær sprautu... OKey ég pissaði í glas og lét konuna fá það og beið síðan inn á skrifstofunni hennar á meðan að hún beið eftir niðurstöðunum.......ég er þannig að í hverrt sinn sem ég fer í svona próf verð ég nú svoldið stresssuð..ég meina pillan er bara 99,99% örugg...... Jæja hún kemur síðan inn aftur með fullt af blöðum í hendinni lokar hurðinni og segir við mig..jæja villtu ekki leggjast niður.... vá hjartað í mér tók nokkra kippi..hvað erkonan að meina að ég eigi að leggjast niður er hún að fara að segja mér að ég sé ólett... Hún hefur séð skelfingarsvipinn á mér og bætti við.. já fyrir sprautuna... oh mér létti .... ég er semsagt ekki ólétt ení nokkrar sekúndur hélt ég að hún væri að fara að tjá mér það... Gengur ekki núna er að fara út í allt sumar... og er að klára skólan og alles......
miðvikudagur, apríl 02, 2003
Hvað er málið .. sko í fyrrasumar leitaði ég að vinnu út um allt og fékk ekki svör fyrr en seint og síðarmeir.. fékk reyndar alveg vinnu en mér var samt ekki svarað fyrr en í maí
en nú er ég ekki einusinni búin að sækja um neina vinnu en það er í raun búið að tala við mig tvisvar út af hugsanlegri vinnu sem ég gæti fengið .. auk þess sem ég get fengið vinnu þar sem ég var að vinna seinasta sumar.. ekkert gaman
vona bara að þetta verði svona eftir ár
Vonda veira
Nú er ég orðin algjör veirufan farinn að lesa um hana á WHO síðunni.. Maður verður víst að fylgjast með. Vona bara að hún fari ekki að breyðast út .. fari til Tælands og svoleiðis.... Reyndar er talið að hún sé í rénum allstaðar nema í Hong Kong og Suðurhluta Kína :(
Það er bara að bíða og sjá.
þriðjudagur, apríl 01, 2003
Það er víst einhver svaka slæm veira að geysa í Hong Kong, Kína og Víetnam.. staðina sem ég ætla að fara í sumar 1801 búnir að smitast og 62 að deyja... hvað á ég nú að gera ef þetta verður enþá þarna í sumar ..ég ætla allavega að vera úti spurningu um að fara eitthvað annað en þá hvert ??
Myndir
Það eru komnar fullt af fallegum myndum inn á HAXA síðuna og þar sem að ég er oft með myndavélina og ég +myndavél+áfengi=myndir af mér.. þá eru nokkrar fallegar myndir af yours truely... jæja þær eru svo sem alltílag nema nokkrar.. maður er orðin vanur því að myndast illa...hafiðið tekið eftir því að sumt fólk myndast alltaf geðveikt vel.. ámeðan annað er alltaf með lokuð augu, geyflur og eitthvað álíka á myndun. Ég yilheyri því miður seinni hópnum ...