þriðjudagur, apríl 29, 2003

Próf dauðans
Ég var í prófi áðan og ég held barasta að mér hafi aldrei gengið jafn illa í nokkru prófi á ævinni...........jæja ég er alllavega ekki falllin....samt svoldið svekkjandi þar sem að ég las þokkalega vel fyrir það..hefði geta lesið betur en samt... í prófi þar sem eru 6 spurningar og maður á að svara öllu á ekki að spurja um smásmugulega hluti eins ogg mosadýr og armfætlur...... ég er samt ekki fallin.......en ekkert gaman..... Ég verð samt að viðurkenna að ég er óvenju chilluð yfir þessu ..ég metnaðargrís dauðans...ég held að ég sé loksins að komast á normal skólametnaðsstig..en samt ég tek þetta próf aftur ef að það fer eitthvað að lækka lokaeinkunina mína mikið....jæja þá þarf ég allavega ekki að hugsa meira um orma fyrr en í sumar þegar að þeir fara að bíta mig...