sunnudagur, apríl 27, 2003

Ég er á lífi
Ég er nú búin að vera meiri slugsinn upp á síðkastið ekkert búin að blogga í 3 vikur....... oh my god.....hef nú smá afsökun..er búin að vera föst í bubble trouble í hvert sinn sem að ég fer í tölvuna.. og þegar ég er búin að vera í honum í of langan tíma fæ ég samviskubit og fer aftur að læra og blogga ekkert..þetta er svoldið sad....en því miður er hin alræmda bubble trouble veiki að há alla líffræðinema á Grensás .. ég myndi vara mig þetta er tímaþjófur dauðans ..verri en slime sucker...
Annars er voða lítið að frétta er á fullu í prófum... gaman gaman ... tvö búin og aðeins 4 eftir .. síðan sumarnámskeið í viku og síðan út í 3 mánuði..
Planið er aðeins breytt hætti snarlega að fara til Kina og verð í staðin mánuð í Tælandi (2 vikur námsferð og 2 vikur eitthvað sniðugt) síðan flyg ég aftur til London og þaðan til Caracas í Venúsúela og fer í 6 1/2 vikna ferð um Venúsúela og Braselíu.. Fer m.a. til amazon og stefni að því að taka nokkra survivor takta þar...Þið verðiða ð vera dugleg að fylgjast með á asia2003.blogspot.com...... Ég á reyndar efir að redda mér vegabréfsáritun til Venúsúela..þarf að hringja til Noregs á mánudaginn í sendiráðið þar....vona að þeir tali ensku..... Ekkert sniðugt að þurfa að vera að skipuleggja svona nýja ferð rétt fyrir prófin og í prófunum.. en svona er lífið ...ég ætlaði ekki að fara til Kína og ná mér í HABL (SARS) og smita ykkur öll..