föstudagur, nóvember 24, 2006

Er ég á rangri hilli??

Er búin að vera vinna aðeins tölfræðilega úr gögnunum mínum og vá hvað mér finnst það skemmtilegt, að finna út hvaða módel ég á að nota, prófa mismunandi aðferðir,finna skipanir fyrir prófin og fleirra. Ég gjörsamlega gleymi mér í þessu......

Síðan til að auka enn meira á nördalevelið hjá mér er ég enn húkt á Stargate SG1, við skötuhjúin erum alveg hætt að horfa á venjulegt sjónvarp. Ér komin með nóg af raunveruleikaþáttum, bandaríksum gaman þáttum um feita, sorglega karla sem eiga flottar eiginkonu, þættu um líf ríkra krakka í USA (Fylgist reyndar ennþá með OC) og svo framvegis. Horfi reyndar ennþá spennt á Prison breake, pirruð á LOST (common ætlar þetta aldrei að enda) og bíð eftir því að upprunalegu CSI þættirnir byrja aftur (Grissom er minn maður).

Hvernig endar þetta ?? Áður en langt um líður verð ég farinn að tala í tölum og tölfræðiprófum og sækja Sci-Fi ráðstefnur.

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Leiði og leti

Svei mér þá ef að skammdegið er ekki farið að segja til sín (og búið að gera það seinasta mánuðinn). Maður verður eitthvað svo latur og nennir bara engu, kommon er varla búin að gera neitt seinustu vikurnar nema fara í skólann, ræktina og svo horfa á sjónvarpið. Ekki mikið að gerast á þessum bænum, síðan þegar að eitthvað er að gera þá þarf maður að pína sig á staðinn, því að hugurinn leitar í sófann. Þó að maður viti það að maður hafi gott að því að fara út og hitta annað fólk, auk þess sem að það er bara frábærlega gaman. Þetta er stórfurðulegt, er alveg á því að ég þurfi að fá mér annað áhugamál en sjónvarpið, kannski ég reyni bara að draga Hauk með mér í dans eftir áramót með restina af genginu. Jæja ég er amk búin að ákveða að fara á djammið á morgun...Vill ekki einhver skella sér með.

Ég ætti kannski að fá mér svona skammdegislampa.....

Dugleg

Mér finnst við Hilda algjörar hetjur, áttum deit í morgun kl. 7.00 uppí Worldclass. Farið á hlaupabrettið og hlaupið í 30 mínútur (ok ég labbaði smá, er víst sniðugra að borða eitthvað pínu áður en maður fer), teygt á, heimí sturtu og svo samfó í vinnuna. Við erum hetjur dagsins.

föstudagur, nóvember 10, 2006


Mikið að gerast...

Jæja þá er minns búin að liggja í bloggleti seinasta mánuðinn. Reyndar verð ég nú að viðurkenna að það hefur nú bara verið leti almennt. En það er þó ýmislegt búið að gerast.

span style="font-style:italic;">Sumarbústaður 1
Fór í sumarbústað (man samt ekki hvenær) með BHJÓ genginu. Það var algjör snilld eins og vanalega. Mikið drukkið, jelló, mojitos og bjór. Heitipottur, gönguferðir, spil, singstar og Buzz. Pappírspési kom svo í heimsókn og tók lagið.

Stargate
Ég horfði líka mikið á Stargate SG-1. Á bara rúmar 3 seríur eftir er í 7 og það er nú verið að framleiða 10. seríu (greinilega fleirri nördar ég). Sú sería á reyndar að vera sú seinasta (vona samt ekki). En það er óþarfi að örvænta það er en verið að framleiða Stargate Atlantis og síðan á ég enn eftir að horfa á allar Batelstar Galatica.

Bond
Fór á nýju bond myndina í gær, var nú ekkert alltof spennt. Leyst nú ekkert svaka vel á nýja bondin er myndinn byrjaði. Hann var nú fljótur að vinna mig á sitt band og svei mér ef þetta er ekki besta bond myndin sem ég hef séð. Hvað er samt málið með blue steel svipinn, passar ekki alveg að hugsa um Zoolander í hvert sinn er Bond birtist á skjánum (var samt alltílag ef að ég einbeitti mér að því að horfa ekki á andlitið hans.......).

Leikfimi
Búin að vera ok. dugleg í WC, ekki samt 6 sinnum í viku eins og stefnanaer. Er orðin húkt á groove step pallatímum hjá Önnu Siggu í Spönginni, þeir eru snilld. Nú þarf ég bara að sparka í rassinn á mér og fara að vera duglegri að lyfta og borða hollari mat.

Sumarbústaður 2
Slappelsíaf með Hauki, lært og horft á sjónvarp.

Stokkhólm
5 Æðislegir dagar í Svíþjóð, með kvennmönnunum í ættinni. Verslað, borðaður góður matur. Ég elska Stokkhólm (versta bara hvað fataskápurinn minn fitnar alltaf er ég fer þangað).