föstudagur, nóvember 10, 2006


Mikið að gerast...

Jæja þá er minns búin að liggja í bloggleti seinasta mánuðinn. Reyndar verð ég nú að viðurkenna að það hefur nú bara verið leti almennt. En það er þó ýmislegt búið að gerast.

span style="font-style:italic;">Sumarbústaður 1
Fór í sumarbústað (man samt ekki hvenær) með BHJÓ genginu. Það var algjör snilld eins og vanalega. Mikið drukkið, jelló, mojitos og bjór. Heitipottur, gönguferðir, spil, singstar og Buzz. Pappírspési kom svo í heimsókn og tók lagið.

Stargate
Ég horfði líka mikið á Stargate SG-1. Á bara rúmar 3 seríur eftir er í 7 og það er nú verið að framleiða 10. seríu (greinilega fleirri nördar ég). Sú sería á reyndar að vera sú seinasta (vona samt ekki). En það er óþarfi að örvænta það er en verið að framleiða Stargate Atlantis og síðan á ég enn eftir að horfa á allar Batelstar Galatica.

Bond
Fór á nýju bond myndina í gær, var nú ekkert alltof spennt. Leyst nú ekkert svaka vel á nýja bondin er myndinn byrjaði. Hann var nú fljótur að vinna mig á sitt band og svei mér ef þetta er ekki besta bond myndin sem ég hef séð. Hvað er samt málið með blue steel svipinn, passar ekki alveg að hugsa um Zoolander í hvert sinn er Bond birtist á skjánum (var samt alltílag ef að ég einbeitti mér að því að horfa ekki á andlitið hans.......).

Leikfimi
Búin að vera ok. dugleg í WC, ekki samt 6 sinnum í viku eins og stefnanaer. Er orðin húkt á groove step pallatímum hjá Önnu Siggu í Spönginni, þeir eru snilld. Nú þarf ég bara að sparka í rassinn á mér og fara að vera duglegri að lyfta og borða hollari mat.

Sumarbústaður 2
Slappelsíaf með Hauki, lært og horft á sjónvarp.

Stokkhólm
5 Æðislegir dagar í Svíþjóð, með kvennmönnunum í ættinni. Verslað, borðaður góður matur. Ég elska Stokkhólm (versta bara hvað fataskápurinn minn fitnar alltaf er ég fer þangað).