Komin aftur í kuldann
Jæja þá eru tvær yndislegar vikur búnar á Mallorca..þetta bar helst
Köfun
Fórum í tvær kafanir um undirdjúp Mallorca, köfuðum inn og útúr hellum, sáum fullt af fiskum og skemmtum okkur vel..
Buffó..
og aðrir skemmtikraftar á hótelinu héldu uppi fjöri milli kl 20:00 og 23:00 öll kvöld... Framistaðan var all glæsileg og hefðu ég og Haukur sæmt okkur vel uppá sviði í dans og söngvaatriðum hótelsins..Jæja þetta hafði amk mikið skemmtanagildi (kannski ekki alveg af réttu ástæðunum þó)
Barstræti á Playa de Palma..
Sem var fullt af fullu fólki 40 ára og plús...ansi sérstakt..við Haukur vorum fljót að forða okkur ..
Út að borða með 27 manns þar af 6 gríslingum
Ekki rólegur kvöldverður þar..
101 í uppeldi barna
Var ansi gaman að fylgjast með foreldrunum í hópnum reyna að hafa hemil á börnum sínum (með misjöfnum árangri) og fylgjast með hvernig ömmum og öfum var vafið um fingur sér....
Verslunaræði...
Aldrei þessu vant ekki í mér..keypti bara 2 peysur, tvenna sumarskó og smá glingur....
Fjallavegir
Skíthrædd í bíl með tengdaforeldrunum að keyra um mjóa fjallavegi..mjög fallegt samt ..
Froðudiskótek
Hafði aldrei prófað það, ansi skemmtileg upplifun, hélt á tímabili að ég myndi drukkna í froðu...Mæli ekki með að fara í tásandölum, týndi öðrum skónum, fann hann ekki aftur en fann skó í stærð 45 ..labbaði heim á tveimur hægri skóm í stærð 39 og 45... (p.s. fór svo á skemmtistaðinn kvöldið eftir og fékkk skóinn minn...var þá djammandi í 3 skóm...)
Svalapartý
Nágrönnum okkar til mikillar ánægju (var samt bara einu sinni í herberginu okkar Hauks)...mestu lætin voru þó ekki í pravda og tungl kynslóðunnum heldur í Grund (þ.e 40+ liðinu).. og við (unga liðið) sem höfðum geðveikt samviskubit eftir öll lætin sem við vorum með fyrsta kvöldið...