Aftur flutt inn til Rannveigar...
Það kom á daginn að sá sem fékk aðstöðuna mína uppí Öskju er þar aðeins á kvöldin og um helgar (og ég sem er örsjaldan upp í Öskju lengur en til 5)..Þóra var nú ekki sátt við þetta og eftir smá tiltal við húsnefndinna var mér óformlega sagt að ég gæti flutt aftur inn.. Kunni nú ekki við að gera það fyrr en að ég hitti huldumanninn sem er í plássinu mínu...það gerðist í gær og við ákváðum að það væri nóg pláss í heiminum fyrir okkur bæði ..þannig að nú deili ég plássinu mínu með erfðafræðirannsóknargaur sem sést aðeins um kvöldin og um helgar..
Er mjög sátt... versta að ég var búin að koma mér svo vel fyrir á plöntuvistfræðilabbanum og nú þarf ég að flytja aftur...Ég kvarta samt ekki...