Seinasta sumar..
eyddi ég 26 dögum á Skeiðarársandi og 30 í útlöndum....kannski er því ekki skrítið að mér finnist ég hafa verið að vanrækja vini mína (reyndar voru sumir þeirra með mér í tvær vikur í útlöndum...og aðrir í útlöndum sjálfir)....fékk einmitt símtal frá Herdísi á fimmtudaginn sem byrjaði svona....ertu nokkuð í útlöndum ???....Það mætti halda að ég væri alltaf í útlöndum.... hmm..hmmm... Er nú BARA búin að fara út tvisvar í sumar..lenti einmitt í gallup könnun um daginn þar sem ein af spurningunum var: Hyggstu fljúga erlendis á næstu 12 mánuðum og ef svo er hvert?.....humm.. já ... Stokkhólm (að heimsækja systu 25-30 okt..); London (á árshátíð Spron í lok apríl..það er munur að vera í bankageiranum ); Egyptalands (í kindaköfunarferð, 15 ágúst); Tromsö (hugsanlega í heimsókn til Ester); Flórída (Hugsanlega í heimsókn til Erlu og Mike) og kannski eitthvað fleirra...það er nú eins gott að ég verði dugleg að vökva peningatréið í garðinum og tala við það ...