þriðjudagur, september 26, 2006

Basillus Golfus

Jæja haldiði að honum Hauki hafi ekki loksins tekist að smita mig af golfbakteríunni...er búin að þrást við í 2 ár... lét loks undan á laugardaginn og tók þátt í golfmóti SPRON á Flúðum í 15 stiga hita og sól....Komst að því mér til mikilla undrunnar að golf er bara helv. skemmtilegt. Framistaðan mín var eins og við mátti búast en ég var nú bara sátt við að hitta boltann í 95% tilvika og að slá beint (þrátt fyrir að boltinn lullaði bara 50m í hvert skipti)...Ég stóð mig í samræmi við væntingar og lenti í neðsta sæti..jæja þetta getur þá amk ekki versnað... Nú þarf ég bara að vera dugleg í vetur uppí Básum og æfa sveifluna...

...það sem að maður lætur plata sig útí