sunnudagur, júlí 31, 2005

Afmæli
Ég á afmæli í dag :):)
Það er gaman að eiga afmæli...

föstudagur, júlí 29, 2005

Ísbirnir
Á Svalbarða er alltaf sú hætta fyrir hendi að rekast á svanga ísbirni þegar maður er á rölti. Þessvegna voru ávallt 5 byssur og 5 signal guns með í för þegar að við vorum í landi að skoða blóm, mosa og fléttur... Manni finnst það hálf fáránlegt, sérstaklega þar sem að fólk hefur verið hérna svo árum skiptir án þess nokkrum sinnum að sjá bangsa.. Við sáum samt 2, seinni skiptið vorum við að sigla framhjá hlíð..og viti menn í henni var pólarbjörn að spóka sig..sigldum voða nálægt (jæja kannski svona 200 m) og tókum myndir af honum..oh þeir eru svo sætir..kútsí kútsí kút...
Fyrsta skiptið sem að við sáum ísbjörn var samt aðeins hættulegra.. vorum að leita að hentugum stað til að taka sýni á og vorum komin svona 600 m frá ströndinni, þegar ég lít aftur fyrir mig og í átt að sjónum og sé kallana á stokhólm (skipinu okkar) vera að koma í land á zodiaknum sínum (svona mótorgúmmibátur).. við höldum bara að þeir séu að koma í land og skoða sig um..en svona 5 mín seinna sný ég mér aftur við og sé hvítan hnoðra á harðahlaupi eftir sandinum og hoppa svo í sjóinn...úps eitt stykku ísbjörn, sem hafði víst verið að sniffa af farangrinum okkar sem var á ströndinni... og við með rassinn útí loftið að skoða blóm og tókum ekki eftir neinu...áhöfnin á stokhólm reyndi að vara okkur við en þar sem að kennarinn okkar gleymdi að kveikja á talstöðinni (humm og hún á ALLTAF að gera það, skipstjórin var ekki sáttur !! ) gat skipið engan vegin haft samband við okkur.. en sem betur fer flúði hann útí sjó þegar að gúmmíbáturinn kom...en ekki í átt til okkar..það hefði ekki verið gott..við að skoða blóm, talstöðvarlaus..
Jæja en gamanið var ekki búið..skömmu seinna kallar skipið á okkur og lætur okkur vita að ísbjörnin er komin á land svona km frá okkur...við fylgjumst með honum á meðan við röltum hratt í átt að ströndinni (til að komast um borð í bátinn ef þörf kræfi)..en hann nálgast okkur hægt og rólega... áhafnarmeðlimir stokhólms koma aftur í land og þegar að það eru svona 500m milli okkar og ísbjörnsins skjóta þeir úr signalpistol í átt til hans...þetta lætur hann flýja...og á endanum að stefna í öfuga átt við okkur.. þannig að við gátum haldið áfram að vinna.. :):) ..en jæja ég sá allavega ísbjörn og allt fór vel..en eftir þetta voru alltaf 3 með talstöð..þannig að ef að gleymni prófesorinn (það virðist reyndar fylgja titlinum..þe. prófesor = viðutan og gleymin) kveikti ekki á sinni (eða stillti hana vitlaust) var alltaf einhver annar sem gat heyrt í skipinu ;);)

En við sáum ísbjörn :):) og nú skil ég hversvegna maður á alltaf að vera með byssu á sér... ekki vill maður verða ísbjarnarmatur,..

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Stockholm
Hét skipið sem var mitt heimil í seinustu viku og flutti mig ásamt samferðamönnum mínum á milli staða á Svalbarða... Flott lítið skip, með setustofu, borðsal, sætum tvrggja manna klefum, með koju, fataskápun og sturtu og klósetti...mikill lúksus... fengum handklæði og rúmföt og svo var eldað ofaní okkur dýrindis matur..nammi,namm... áhöfnin var líka þetta fínasta lið og vorum við látin vita í hvert sinn sem eitthvað merkilegt var á seiði... þ.e. ísbjörn, hvalir o.s.f.v... Skil núna ríkafólkið sem kaupir sér snekkju og fer að sigla um heimsins höf..þetta er æðislegt líf.

þriðjudagur, júlí 26, 2005

VÁ...........
Svalbarði er einn af fegurstu stöðum sem ég hef komið á ............ Var að koma úr 6 daga feltvinnu, þar sem var siglt á milli staða á Svalbarða á næturnar og unnið og skoðað á kvöldin...Er samt of landveik (það er allt er á hreyfingu) til að skrifa meira núna... en ég lofa að skrifa meira um hreindýr, rostunga, seli, blóm, fallega staði, sjósund við 79.50 gráður norður og frá ísbirninum sem heilsaði uppá okkur seinna...
en góða nótt

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Pakkarinn

Ég hata að pakka...þetta er reyndar gleðibundið hatur þar sem að þegar ég þarf að pakka þá þýðir það yfirleitt að ég er að fara á einhvern skemmtilegan stað..en samt....ég veit aldrei hvað ég á að taka með mér og enda alltaf á að taka of mikið...æj..jæja...ætli að ég verði nú ekki að drífa mig..klukkan hæerna orðin 12 á miðnæti og ég þarf að vakna kl 7 á morgun...

Góða nótt

Mosafræðingurinn

Í gærkvöldi var farið í mosaferð með plöntuveiðaranum (the botanical hunter), skoðaðar margar tegundir af mosa...og 11 draban fundin (nú eigum við aðeins eftir að sjá 2 tegundir :))... Mosarnir voru svo skoðaðir undir víðsjá áðan ...og viti menn það var ansi mikill munur á milli þeirra... held samt að ég verði orðin algjör mosasérfræðingur eftir þessa ferð þar sem að ég er að gera verkefni um species diversity ..þannig að ég ásamt samverkamanni mínum beru alla ábyrgð á því að greina alla mosa og fléttur í ferðinni...úff.. það verður erfitt..... en alltaf gaman að hafa smá chalange...

Póstfang

Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að senda mér póst (;);)..svona kannski í tilefni ákveðins dags):

Bryndís Marteinsdóttir
Postbox 1003
9171 Longyearbyen
Norway

Jæja fer á 7 daga siglingu um firði Svalbarða á morgun að skoða enþá fleirri plöntur...

Sjáumst..

mánudagur, júlí 18, 2005

Steve Irwin pløntugreiningar
Forum i gaer i draba leit med Arve Elvebakk einum af kennurum namskeidsins...their sem ekki vita tha eru draba (vorblom) hopur bloma(ættkvisl) sem oll lita mjog svipad ut ... ef thid viljid vita meira um thau tha talid thid bara vid Gogo, sem er serlegur Draba serfraedingur islands... jaeja thad eru a.mk. 13 tegundir af theim herna a svalbarda...Arve er mjog ahugasamur um draba og vard alltaf mjog æstur i hvert sinn sem vid fundum nyja tegund...."look at those petals, and those pubescented stem ..doesn't it looka amazing"... algjor SteveIrwin plantna... Thad verdur mjog gaman ad vera med honum i felt naestu vikurnar... Eg er alveg i essinu minu her uti ad skoda plontur og reyna ad muna nofnin a -eim ollum..en sem betur fer er margar tegundir herna sem eru lika til heima...er bara vandamalid ad laera latnesku nofnin a theim...en thad er tho ad koma sma saman..er lika ansi fyndid ad blom sem eg asamt odrum nemendum i kerfisfraedi blomplantna lobbudum uppa hatt fjall til ad finna i fyrra..sem nb er fridad a islandi..og var thvi mjog merkilegt ad sja ..er herna utum allt...fyrir forvitna er thetta Hreistursteinbrjotur (Saxifraga foililosum..eda eitthvad svoleids)...
Fuff eg er alveg ad tyna mer i florunordaskap..en thad er bara gaman...

jaeja best ad fara ad drifa sig i tima...

sunnudagur, júlí 17, 2005

Liffraedingurinn

Climat changes..... greinilega mikid fjarmagn i theim geira.... 5 af 12 ad gera framhaldsnamsverkefni tengt thvi, 2 i paleobotany (forngrasafrædingur), 1 i samfelagsrannsoknum ( plant populations), 2 eitthvad ad LUKast (GIS), 1 i etnobotany...og svo eg ein i framvindurannsoknum...er ansi fjolbreyttur hopur...

Villimadurinn

bang..bang...bang...bang.... heyrist i riffli...13 af 16 a spjaldid er nu ekki svo slaemt thegar ad madur hefur aldrei snert byssu a ævinni... stor marblettur a haegri oxl... mer er samt entha vodalega illa vid byssur

Pobbarolt a Svalbarda..

Eldhusparty med hvitvini, bjor og vofflum, sem bordadar eru med smjori og mysuosti.... Labbad i 30 min i frosti a fyrsta pobbinn..heilsad upp a hreindyr a leidinni... irskur med mesta urval af afengi sem eg hef sed a ævinni.. skal i botn og resten i haret.. labbad i 3 min... Radisson SAS barinn..tequilastaup a staerd vid mjolkurglas... maxi taxi..Huset næturklubbur...engin skilriki kemst ekki inn...labbad i 10 min..heim skilriki i vasann og restin af hvitvinunnu drukkkin...huset tilraun 2... 650 kr inngangseyrir....teqnotonlist fra 90... dans,dans,dans...kl 430 allt lokar...15 min labb heim yfir eitt stykki a ...blautir fætur...zzzzzzzzzzzzzzzzz (vaknad eftir 3 tima, og gengid 30 min i skolann).

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Ísbjarnafréttir

Jæja núna er ég komin á hjara veraldar...komin á Svalbarða og er að fara að byrja í kúrsi um artíska plöntuvistfræði á morgun :):)
Kom hérna á aðfaranótt mánudags eftir að hafa hangið á norskum flugvöllum allan daginn (það sem maður leggur ekki á sig fyrir að spara nokkra þúsundkalla....biða í osló í 6 tíma og tromsö í 3 ..úff)... En á endanum komst ég hingað heilu og höldnu ásamt öllum farangrinum mínum (öllum 40 kg... 10 í handfarangri og 30 í venjulegum...slapp við að borga yfirvigt þar sem að gaurinn á íslandi sem tékkaði mig inn alla leið rukkaði mig ekki :):) )... Þrátt fyrir þetta er ég hrædd um að ég þurfi hugsanlega að kaupa mér hlý merlonullar undirföt hérna.... er svo rosalega kallt..enda mikill og kaldur vindur...
Síðan held ég að ég verði komin í ansi gott gönguform eftir að þurfa að labba 3 km á dag í skólan og 3 km heim úr skólanum ..upp brekku... úff.. Enþá verra ef að maður er nýbúin að versla og er með bakpoka fullan af dósum fulla af lífsins vökva....
Æ er þreytt og nenni ekki að skrifa meira ..bæti vð þetta á morgun..blæblæ