Ísbjarnafréttir
Jæja núna er ég komin á hjara veraldar...komin á Svalbarða og er að fara að byrja í kúrsi um artíska plöntuvistfræði á morgun :):)
Kom hérna á aðfaranótt mánudags eftir að hafa hangið á norskum flugvöllum allan daginn (það sem maður leggur ekki á sig fyrir að spara nokkra þúsundkalla....biða í osló í 6 tíma og tromsö í 3 ..úff)... En á endanum komst ég hingað heilu og höldnu ásamt öllum farangrinum mínum (öllum 40 kg... 10 í handfarangri og 30 í venjulegum...slapp við að borga yfirvigt þar sem að gaurinn á íslandi sem tékkaði mig inn alla leið rukkaði mig ekki :):) )... Þrátt fyrir þetta er ég hrædd um að ég þurfi hugsanlega að kaupa mér hlý merlonullar undirföt hérna.... er svo rosalega kallt..enda mikill og kaldur vindur...
Síðan held ég að ég verði komin í ansi gott gönguform eftir að þurfa að labba 3 km á dag í skólan og 3 km heim úr skólanum ..upp brekku... úff.. Enþá verra ef að maður er nýbúin að versla og er með bakpoka fullan af dósum fulla af lífsins vökva....
Æ er þreytt og nenni ekki að skrifa meira ..bæti vð þetta á morgun..blæblæ