Ísbirnir
Á Svalbarða er alltaf sú hætta fyrir hendi að rekast á svanga ísbirni þegar maður er á rölti. Þessvegna voru ávallt 5 byssur og 5 signal guns með í för þegar að við vorum í landi að skoða blóm, mosa og fléttur... Manni finnst það hálf fáránlegt, sérstaklega þar sem að fólk hefur verið hérna svo árum skiptir án þess nokkrum sinnum að sjá bangsa.. Við sáum samt 2, seinni skiptið vorum við að sigla framhjá hlíð..og viti menn í henni var pólarbjörn að spóka sig..sigldum voða nálægt (jæja kannski svona 200 m) og tókum myndir af honum..oh þeir eru svo sætir..kútsí kútsí kút...
Fyrsta skiptið sem að við sáum ísbjörn var samt aðeins hættulegra.. vorum að leita að hentugum stað til að taka sýni á og vorum komin svona 600 m frá ströndinni, þegar ég lít aftur fyrir mig og í átt að sjónum og sé kallana á stokhólm (skipinu okkar) vera að koma í land á zodiaknum sínum (svona mótorgúmmibátur).. við höldum bara að þeir séu að koma í land og skoða sig um..en svona 5 mín seinna sný ég mér aftur við og sé hvítan hnoðra á harðahlaupi eftir sandinum og hoppa svo í sjóinn...úps eitt stykku ísbjörn, sem hafði víst verið að sniffa af farangrinum okkar sem var á ströndinni... og við með rassinn útí loftið að skoða blóm og tókum ekki eftir neinu...áhöfnin á stokhólm reyndi að vara okkur við en þar sem að kennarinn okkar gleymdi að kveikja á talstöðinni (humm og hún á ALLTAF að gera það, skipstjórin var ekki sáttur !! ) gat skipið engan vegin haft samband við okkur.. en sem betur fer flúði hann útí sjó þegar að gúmmíbáturinn kom...en ekki í átt til okkar..það hefði ekki verið gott..við að skoða blóm, talstöðvarlaus..
Jæja en gamanið var ekki búið..skömmu seinna kallar skipið á okkur og lætur okkur vita að ísbjörnin er komin á land svona km frá okkur...við fylgjumst með honum á meðan við röltum hratt í átt að ströndinni (til að komast um borð í bátinn ef þörf kræfi)..en hann nálgast okkur hægt og rólega... áhafnarmeðlimir stokhólms koma aftur í land og þegar að það eru svona 500m milli okkar og ísbjörnsins skjóta þeir úr signalpistol í átt til hans...þetta lætur hann flýja...og á endanum að stefna í öfuga átt við okkur.. þannig að við gátum haldið áfram að vinna.. :):) ..en jæja ég sá allavega ísbjörn og allt fór vel..en eftir þetta voru alltaf 3 með talstöð..þannig að ef að gleymni prófesorinn (það virðist reyndar fylgja titlinum..þe. prófesor = viðutan og gleymin) kveikti ekki á sinni (eða stillti hana vitlaust) var alltaf einhver annar sem gat heyrt í skipinu ;);)
En við sáum ísbjörn :):) og nú skil ég hversvegna maður á alltaf að vera með byssu á sér... ekki vill maður verða ísbjarnarmatur,..