Nammi,nammi, nammm
Já góðir gestir það er nammidagur hjá mér í dag.... Er búin að borða eitt 35gr. tobleron og svona 30 saltpillur og er komin með nóg...Ég held barasta að mér finnist nammi ekkert svo voðalega gott...Ég verð nú að viðurkenna að ég er algjör snakk fíkill ..namm er að borða paprikustjörnur og er búin með hálfan pokan...borða restina á eftir....
Það er ekki að sjá að myndin sem ég horfði á í gær "Super size me" hafi haft nein áhrif...nema kannski þveröfug... dreymdi Mcdonalds í nótt...og fór á hann í hádeginu í tilefni nammidagsins (n.b. ég fer kannski á mackan svona á 2 mánaða fresti en nú eru 2 nammidagar síðan ég fór seinast).. Þessi sálfræði í myndinni er ekki að virka á mig...ég fer oftar á mc-donalds núna ..allt þetta tal um Mcdonalds lætur mig þrá frönskurnar þeirra...nammi,namm...Komst svo af því að það sem ég fæ mér iðulega er nú með því kaloríusnauðasta..Chicken Mcnuggets meal (venjuleg stærð) er rúmlega 700 Kcal + svona 50 vegna súrsætu sósunnar og tómatsósu...ég hélt að þetta væri miklu óhollara... Snakkpokin sem ég er að éta er um 500 kcal og ég býst nú við að það sé meira af næringu í mCmáltíðinni (þó er ég nú ekki viss) ..Ég held að ég lifi nú eftir reglunni ALLT ER GOTT 'I HóFI...
Snakk er samt helv..ógeðslegt..finn hvernig fitan streymir út um húðina í andlitunu á mér...ojbarasta.........
Síðan verð ég nú að dissa aðeins fanta free ...á flöskunni stendur aðeins 3 kcal. (og er sagt í öllum auglýsingum, sem eru afspyrnu leiðinlegar að mínu mati) en ef maður les innihaldslýsinguna stendur 3 kcal á hver 100 ml -> 15 kcal í 500 ml ... ekki það að það skipti neinu máli ..en samt asnó..
Blaðrað útí eitt
laugardagur, september 25, 2004
Hvenær ætlar þessu að ljúka ???
Geðveikin heldur áfram hérna hjá Bíbilingusnum ....búin með mastersumsóknina..sem var bara ansi fín :).... En er að klára nýsköpunarsjóðsverkefnið..Skila dagur er í dag.. en það sem að það er laugardagur er í lagi að skila á mánudag..algjör snilld... Er búin að sita sveitt yfir þessu langt fram á nótt seinustu vikuna en þetta er nú allt að koma... Verður bara þessi fínasta skýrsla út úr þessu ...líka mjög áhugaverðar niðurstöður sem ég fékk..meirasegja svo áhugaverðar að leiðbeinendurnir mínir vilja endinlega að ég skrifi grein í náttúrufræðinginn út frá því ;) kannski að maður geri það barasta..fyrir ykkur nördana sem vitið ekki hvað náttúrufræðingurin er þá er það tímarit um náttúruvísindi á Íslandi... :)
Fíla mig mjög vel í vinnunni finnst þetta bara mjög gaman (þó að maður sé þessi óreyndi starfsmaður sem er settur í öll skítajobbin ..þannig séð) ... held að ég sé komin á rétta hillu :)
Er svo að fara að flyja eftir viku að Laufrima 18... fáum íbúðina á föstudag og málum og svoleiðis og ætlum að reyna að flytja á sunnudag.....Fólk má endinlega koma í heimsókn... Jibbý ég er að fá fallegu íbúðina mína...Ætla einmitt í IKEA á eftir að kaupa eitthvað fallegt í hana..... IKEA er algjör snilli....ég elska þá búð....
mánudagur, september 13, 2004
steik...
Það er bara allt í steik þessa dagana...... Sitt hérna heima við tölvuna öll kvöld á haus eða hala og reyni að púsla saman meistaraprófsumsókn... er alveg að koma..enda ekki seinna vænna á að skila henni á miðvikudaginn... og hvað er svo málið að þurfa að fá meðmælendur..humm ætli að maður gangi ekki bara Öskjuganginn á morgun og sjái hverjir eru við og spyr þá..."uhhm. afsakið viltu mæla með mér ;)" .....
Jæja er byrjuð í nýju vinnunni minni...jey... orðin Náttúrufræðingur I hjá Landgræðslu ríkisins .... gaman, gaman....
Best að steypa sér aftur í geðveikina og reyna að tryggja áframhaldandi skólagöngu næstu tvö árin
Eitt en þó að lokum...Bless bless Margrét og skemmtu þér æðislega í Edenborg.. hlakka til að hitta þig í okt...
föstudagur, september 03, 2004
Verð að viðurkenna að ég er ekki búin að vera í miklu bloggstuði síðustu dagana...humm eða kannski vikurnar..... Búið að vera nóg að gera.. Kárahnjúkar, nýsköpunarsjóður, mastersumsókn, vinna og kennsla....... Var að kenna um seinustu helgi í Sumarnámskeiðinnu í grasafræði og það gekk bara vel..held ég ... voða fyndið samt að vera að kenna samnemendum mínum..híhí....er á fullu að klára nýsköpunarsjóðsskýrsluna mína..er mikið búin að blóta því..hversvegna við lærum ekki á eitthvað nothæft tölfræðiforrit í lífmælingum..þurfti að eyða nokkrum dögum í að læra á systad (sem er snilla tölfræðiforrit)... Er að vinna í mastersumsókninni minni...er búin að finna kúrsa til að fara í en þarf að skilgreina verkefnið mitt betur..er svoldið lost.. finn lítið af heimildum um það sem ég ætla að gera um.... æ annars hlýtur þetta að reddast....
Það er ljóst að skólarnir eru byrjaðir enda er ég helmingi lengur núna í skólan..sérstaklega þar sem að það eru búnir að vera árekstrar á hverjum morgni á leið minni í öskju er tefja fór mína.... já skólarnir eru byrjaðir aftur :)