mánudagur, september 13, 2004

steik...
Það er bara allt í steik þessa dagana...... Sitt hérna heima við tölvuna öll kvöld á haus eða hala og reyni að púsla saman meistaraprófsumsókn... er alveg að koma..enda ekki seinna vænna á að skila henni á miðvikudaginn... og hvað er svo málið að þurfa að fá meðmælendur..humm ætli að maður gangi ekki bara Öskjuganginn á morgun og sjái hverjir eru við og spyr þá..."uhhm. afsakið viltu mæla með mér ;)" .....
Jæja er byrjuð í nýju vinnunni minni...jey... orðin Náttúrufræðingur I hjá Landgræðslu ríkisins .... gaman, gaman....

Best að steypa sér aftur í geðveikina og reyna að tryggja áframhaldandi skólagöngu næstu tvö árin

Eitt en þó að lokum...Bless bless Margrét og skemmtu þér æðislega í Edenborg.. hlakka til að hitta þig í okt...