laugardagur, september 25, 2004

Nammi,nammi, nammm
Já góðir gestir það er nammidagur hjá mér í dag.... Er búin að borða eitt 35gr. tobleron og svona 30 saltpillur og er komin með nóg...Ég held barasta að mér finnist nammi ekkert svo voðalega gott...Ég verð nú að viðurkenna að ég er algjör snakk fíkill ..namm er að borða paprikustjörnur og er búin með hálfan pokan...borða restina á eftir....
Það er ekki að sjá að myndin sem ég horfði á í gær "Super size me" hafi haft nein áhrif...nema kannski þveröfug... dreymdi Mcdonalds í nótt...og fór á hann í hádeginu í tilefni nammidagsins (n.b. ég fer kannski á mackan svona á 2 mánaða fresti en nú eru 2 nammidagar síðan ég fór seinast).. Þessi sálfræði í myndinni er ekki að virka á mig...ég fer oftar á mc-donalds núna ..allt þetta tal um Mcdonalds lætur mig þrá frönskurnar þeirra...nammi,namm...Komst svo af því að það sem ég fæ mér iðulega er nú með því kaloríusnauðasta..Chicken Mcnuggets meal (venjuleg stærð) er rúmlega 700 Kcal + svona 50 vegna súrsætu sósunnar og tómatsósu...ég hélt að þetta væri miklu óhollara... Snakkpokin sem ég er að éta er um 500 kcal og ég býst nú við að það sé meira af næringu í mCmáltíðinni (þó er ég nú ekki viss) ..Ég held að ég lifi nú eftir reglunni ALLT ER GOTT 'I HóFI...
Snakk er samt helv..ógeðslegt..finn hvernig fitan streymir út um húðina í andlitunu á mér...ojbarasta.........
Síðan verð ég nú að dissa aðeins fanta free ...á flöskunni stendur aðeins 3 kcal. (og er sagt í öllum auglýsingum, sem eru afspyrnu leiðinlegar að mínu mati) en ef maður les innihaldslýsinguna stendur 3 kcal á hver 100 ml -> 15 kcal í 500 ml ... ekki það að það skipti neinu máli ..en samt asnó..