mánudagur, mars 15, 2004

Im a life

Jájá ég er nú ekki dauð úr öllum æðum þrátt fyrir að ég hafi ekki bloggað í LANGAN tíma, komst barasta að því aðéf ég get ekki röflað hef ég nú lítið að skemmtilegt að skrifa um, þar með aflétti ég röflbanni af heimasíðu minni :)

Jæja það sem er hvað helst búið að drífa á mína daga seinustu vikurnar er þetta:
1) VAr veik í nokkra daga og á eftir því fylgdi kvef dauðans, snýtti mér meira enn ég pissaði í nýrnatilrauninni (pissaði 60 ml á 4 klst)
2) Var sveitt að skipuleggja árshátíð, sem ég fór svo á 6.mars..algjör snilld.. skemmti mér ógislega vel... góður matur, mikið drukkið og mikið dansað..endaði á kaffibarnum..humm alltaf gaman að kíkja á nýja staði...
3) Er vonandi komin með sumarvinnu..jibbý..það er ef ég fæ styrki er að sækja um í Kvískerjasjóð og Nýsköpunarsj+oð (eins og hálf líffræðiskorinn) ef svo er þá verð ég að hlaupa um og leita af birkiplöntum á Skeiðarársandi í sumar
4) Borðaði fullt af kökum..það eiga bara allir afmæli þessa dagana...TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN pabbi (í dag), Haukur (í gær), Sigrún (10) og Alli (11) ..
5) læri, læri áttaði mig á því að það er kannski sniðugt að fara að læra..er dugleg stelpa þessa dagana..
6) Táin á mér er búin að vera sofandi seinustu tvær vikurnar og ég það mikill sauður að ég gleymi alltaf að panta tíma hjá lækni til að vekja hana
7) Las söguna um grenitréið sem var alltaf að hugsa um hvernig allt yrði betra í framtíðinni og gleymdi í staðinn að njóta dagsins í dag..áttaði sig ekki á þessu fyrr en að það var að deyja.... Góður boðskapur..´njótu þess sem þú hefur í dag :)
8) er að reyna að átta mig á því hvað ég eigi nú að fara út í mastersverkefninu fékk 3 hugmyndir er búin að útiloka eina og nú þarf ég bara að velja á milli tveggja
9) Anna og Jói héldu innfluttninspartý (loksins) á laugardaginn... fólk ansi ölvað...skyrtur voru rifnar utanaf fólki og glerborð brotnuðu (það er ekki sniðugt að ætla að dansa upp á glerborði)...n.b. ég var edrú..
10) Horfði á kynlíf í borginni með stelpunum...það var gaman


Síðan er ég búin að gera fullt annað sem ég barasta man ekki eftir ...