þriðjudagur, mars 16, 2004

Ég er að verða alveg óð á þessum nýrum..er að læra fyrir verkelgt í dýralífeðlisfræði og er að lesa um nýrun og starfsemi þeirra..það er svo sem okey..nema það að það er alveg nóg að gera hjá mér og ég væri alveg til í að vera að læra eitthvað annað skemmtilegra s.s. málstofuritgerð eða plöntuvistfræði fyrirlestur...eða fyrir próf í plöntuerfðafræði sem er n.b. í næstu viku.... En nei ég þarf að vera að lesa um nýrun í dag og á morgun...........Dýralífeðlisfræðin er samt ekekrt alslæm það er ágætlega áhugavert að lesa um þetta en ég er ekki alveg að meika það að mæta í tíma...fyrirlestrarnir eru ekkki skemmtilegir.a.m.k. finnst mér það ekki og það síast heldur ekkert inn...er að vona að ég meiki þetta fag á því að lesa bókina sjálf , kíkja á diskinn sem fylgir með bókinni og skoða glærurnar frá kennaranum... jæja það kemur allt í ljós...best að fara að lesa meiru vassópressín